Tvö ár að sætta sig við breytta tilveru eftir Covid Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2023 10:30 Gunnar getur aðeins unnið frá 9-12 fjóra daga vikunnar eftir Covid. Í lok febrúar þessa árs voru þrjú ár frá fyrsta Covid-19 smitinu hér á landi. Okkur óraði ekki fyrir því sem kom í kjölfarið en það fennir fljótt yfir þann tíma sem við bjuggum við takmarkanir og sóttvarnaraðgerðir. Margir eru þeirrar skoðunar að faraldurinn sé búinn, þetta sé bara eins og hver önnur flensa og nú er ekki lengur hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. En er þetta í raun búið? Gunnar Svanbergsson er sjúkraþjálfari, alinn upp á Akureyri og Ólafsfirði, mikill útivistar- og ævintýramaður sem hefur stundað skíði í áraraðir. Hann, eins og þorri landsmanna, fékk Covid, en eftirköstin af sýkingunni hafa skert lífsgæði hans til muna. Sennilega tvöhundruð ára gamalt tæki „Ég var svo óheppin eða mín fjölskylda að við fengum Covid rétt áður en það var byrjað að sprauta. Þetta voru jólin 2020 og þetta var svona skítapest eins og gengur og gerist. Að vísu þá var hún svolítið skrýtin þessi að maður var svo máttlaus. Ég náði mér ekki alveg nægilega vel og því fór ég í þessa móttöku sem var hrúgað upp þarna fyrir utan Landspítala. Þar fór ég í ábyggilega tvö hundruð ára röntgentæki sem náði að greina að ég var sem sagt kominn með lungnabólgu í hægra lungað á þeim tíma. Það voru gerðar einhverjar skýrslur þarna og svo átti að vera einhver eftirfylgni sem síðan varð aldrei,“ segir Gunnar en rætt var við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Líkt og Gunnar lýsir var eftirfylgnin með veikindum hans ekki næg að hans mati. Tíu mánuðum eftir að hann veiktist var hann enn að glíma við mikil einkenni sýkingarinnar. „Ég bý upp á þriðju hæð og ég sem er vanur að gera ekkert annað en að fjallahjóla og fjallaskíða dreif ekki einu sinni upp í íbúðina mína, ég varð bara að stoppa. Ég var bara svo heppinn að þekkja lækni upp á Landspítala og ég dreif mig bara til hans, þetta væri ekki hægt svona. Hann skoðar mig og þá kemur í ljós að lungnabólgan er komin inn í hitt lungað. Hann útskýrir fyrir mér að þetta verði að fara í burtu ef þetta á að hanga þarna lengur þá mun þetta skemma lungnavefinn. Ég er því settur á rosalega sterameðferð í þrjá mánuði. Það dugði og um jólin þarna árinu eftir lítur þetta betur út á myndum.“ Ekki sömu lífsgæði Gunnar hélt að batinn væri í höfn. Nú er liðið rúmt ár síðan hann náði bata eftir lungnabólguna en eftirköstin af sýkingunni eru enn slæm. Hann segir að hann geti þó gengið upp á þriðju hæð, en lífsgæði hans eru síður en svo þau sömu og fyrir Covid. „Ég var til dæmis að koma úr skíðaferð í síðustu viku og ég er vanur að vera fyrstur upp í brekku og skíða eins mikið og mögulegt er. Núna í þessum ferðum er ég að skíða annan hvern dag og kannski í svona hálftíma. Það er mjög erfitt að útskýra þetta, mér finnst ég geta eitthvað en ég bara get það ekki.“ Gunnar hefur þurft að læra á líkama sinn og sína getu upp á nýtt. Áður en hann fékk Covid var hann iðinn á öllum sviðum, vann fullt starf sem sjúkraþjálfari og naut þess að stunda útivist í frítíma sínum. „Ég vinn í dag fjóra daga í viku frá 9-12 og svo fer ég bara heim. Ég er bara búinn að læra að allt annað bara gengur ekki. Ef maður fer aðeins yfir þessi mörk og virðir ekki þessa orkudagbók þá koma bara einn, tveir þrír dagar þar sem þú ert með sömu einkenni og þú varst með áður og þú verður bara lasinn, bara ónýtur.“ Á síðasta ári dvaldi Gunnar í fjórar vikur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði með þá von í brjósti að ná heilsu. Hann segir að dvölin þar hafi verið honum nauðsynleg og að hann hafi lært að virða sín eigin mörk. Þetta er svo sannarlega breyttur veruleiki fyrir Gunnar og hann segir erfitt að sætta sig við það. Eigu að líta sér nær „Það er fyrst núna eftir tvö ár að ég er aðeins farinn að hlusta á sjálfan mig og sætta mig við þetta. Ég get ímyndað mér að þetta sé eins og að ganga í gegnum eitthvað sorgarferli, þú missir einhvern nákominn þér og líf þitt umturnast.“ Lykillinn sé að hlusta á líkamann og læra hvar mörkin liggja. Hreyfing var alltaf mjög stór hluti af hans lífi, en geta hans er ekki sú sama og áður. Fyrir skemmstu hófust sýningar á heimildaþáttaröðinni Stormur í Ríkisútvarpinu þar sem fylgst er með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum. Gunnar segir að hann hafi ekki getað setið á sér eftir að þáttaröðin hóf göngu sína og tjáði sig um líðan sína á Facebook síðu sinni. Hann gagnrýnir það harðlega að engin þjónusta sé í boði fyrir þá sem glíma við eftirköst covid, hópur sem hann segir jafnvel telja nokkur hundruð manns. „Mér finnst mjög merkilegt til dæmis að samfélagið fór á hvolf þegar Covid kom og við eyddum ég veit ekki hvað í þetta. Svo koma einhverjir sérstakir þættir um þennan frábæra vegg sem við reistum en ef þú ætlar að skilja óvininn þá verður þú að fatta hver hann er.“ Hann kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld líti sér nær og rannsaki þá sem glíma við eftirköst sýkingarinnar líkt og hann en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ef þú ert að glíma við eftirköst covid viljum við heyra í þér. Sendu tölvupóst á [email protected]. Fullum trúnaði heitið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Margir eru þeirrar skoðunar að faraldurinn sé búinn, þetta sé bara eins og hver önnur flensa og nú er ekki lengur hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. En er þetta í raun búið? Gunnar Svanbergsson er sjúkraþjálfari, alinn upp á Akureyri og Ólafsfirði, mikill útivistar- og ævintýramaður sem hefur stundað skíði í áraraðir. Hann, eins og þorri landsmanna, fékk Covid, en eftirköstin af sýkingunni hafa skert lífsgæði hans til muna. Sennilega tvöhundruð ára gamalt tæki „Ég var svo óheppin eða mín fjölskylda að við fengum Covid rétt áður en það var byrjað að sprauta. Þetta voru jólin 2020 og þetta var svona skítapest eins og gengur og gerist. Að vísu þá var hún svolítið skrýtin þessi að maður var svo máttlaus. Ég náði mér ekki alveg nægilega vel og því fór ég í þessa móttöku sem var hrúgað upp þarna fyrir utan Landspítala. Þar fór ég í ábyggilega tvö hundruð ára röntgentæki sem náði að greina að ég var sem sagt kominn með lungnabólgu í hægra lungað á þeim tíma. Það voru gerðar einhverjar skýrslur þarna og svo átti að vera einhver eftirfylgni sem síðan varð aldrei,“ segir Gunnar en rætt var við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Líkt og Gunnar lýsir var eftirfylgnin með veikindum hans ekki næg að hans mati. Tíu mánuðum eftir að hann veiktist var hann enn að glíma við mikil einkenni sýkingarinnar. „Ég bý upp á þriðju hæð og ég sem er vanur að gera ekkert annað en að fjallahjóla og fjallaskíða dreif ekki einu sinni upp í íbúðina mína, ég varð bara að stoppa. Ég var bara svo heppinn að þekkja lækni upp á Landspítala og ég dreif mig bara til hans, þetta væri ekki hægt svona. Hann skoðar mig og þá kemur í ljós að lungnabólgan er komin inn í hitt lungað. Hann útskýrir fyrir mér að þetta verði að fara í burtu ef þetta á að hanga þarna lengur þá mun þetta skemma lungnavefinn. Ég er því settur á rosalega sterameðferð í þrjá mánuði. Það dugði og um jólin þarna árinu eftir lítur þetta betur út á myndum.“ Ekki sömu lífsgæði Gunnar hélt að batinn væri í höfn. Nú er liðið rúmt ár síðan hann náði bata eftir lungnabólguna en eftirköstin af sýkingunni eru enn slæm. Hann segir að hann geti þó gengið upp á þriðju hæð, en lífsgæði hans eru síður en svo þau sömu og fyrir Covid. „Ég var til dæmis að koma úr skíðaferð í síðustu viku og ég er vanur að vera fyrstur upp í brekku og skíða eins mikið og mögulegt er. Núna í þessum ferðum er ég að skíða annan hvern dag og kannski í svona hálftíma. Það er mjög erfitt að útskýra þetta, mér finnst ég geta eitthvað en ég bara get það ekki.“ Gunnar hefur þurft að læra á líkama sinn og sína getu upp á nýtt. Áður en hann fékk Covid var hann iðinn á öllum sviðum, vann fullt starf sem sjúkraþjálfari og naut þess að stunda útivist í frítíma sínum. „Ég vinn í dag fjóra daga í viku frá 9-12 og svo fer ég bara heim. Ég er bara búinn að læra að allt annað bara gengur ekki. Ef maður fer aðeins yfir þessi mörk og virðir ekki þessa orkudagbók þá koma bara einn, tveir þrír dagar þar sem þú ert með sömu einkenni og þú varst með áður og þú verður bara lasinn, bara ónýtur.“ Á síðasta ári dvaldi Gunnar í fjórar vikur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði með þá von í brjósti að ná heilsu. Hann segir að dvölin þar hafi verið honum nauðsynleg og að hann hafi lært að virða sín eigin mörk. Þetta er svo sannarlega breyttur veruleiki fyrir Gunnar og hann segir erfitt að sætta sig við það. Eigu að líta sér nær „Það er fyrst núna eftir tvö ár að ég er aðeins farinn að hlusta á sjálfan mig og sætta mig við þetta. Ég get ímyndað mér að þetta sé eins og að ganga í gegnum eitthvað sorgarferli, þú missir einhvern nákominn þér og líf þitt umturnast.“ Lykillinn sé að hlusta á líkamann og læra hvar mörkin liggja. Hreyfing var alltaf mjög stór hluti af hans lífi, en geta hans er ekki sú sama og áður. Fyrir skemmstu hófust sýningar á heimildaþáttaröðinni Stormur í Ríkisútvarpinu þar sem fylgst er með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum. Gunnar segir að hann hafi ekki getað setið á sér eftir að þáttaröðin hóf göngu sína og tjáði sig um líðan sína á Facebook síðu sinni. Hann gagnrýnir það harðlega að engin þjónusta sé í boði fyrir þá sem glíma við eftirköst covid, hópur sem hann segir jafnvel telja nokkur hundruð manns. „Mér finnst mjög merkilegt til dæmis að samfélagið fór á hvolf þegar Covid kom og við eyddum ég veit ekki hvað í þetta. Svo koma einhverjir sérstakir þættir um þennan frábæra vegg sem við reistum en ef þú ætlar að skilja óvininn þá verður þú að fatta hver hann er.“ Hann kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld líti sér nær og rannsaki þá sem glíma við eftirköst sýkingarinnar líkt og hann en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ef þú ert að glíma við eftirköst covid viljum við heyra í þér. Sendu tölvupóst á [email protected]. Fullum trúnaði heitið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira