Lohan og fleiri stjörnur látnar borga fyrir rafmyntarauglýsingar Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 08:58 Lindsay Lohan þáði fé fyrir að auglýsa rafmyntir á samfélagsmiðlum en hélt því leyndu fyrir fylgjendum sínum. AP/Charles Sykes/Invision Leikkonan Lindsay Lohan og rapparinn Akon eru á meðal nokkurra stjarna sem gerðu sátt við bandaríska verðbréfaeftirlitið vegna ásakana um að þær hafi auglýst fjárfestingar í rafmyntum án þess að upplýsa að þær fengju greitt fyrir það. Þær þurfa að greiða tugi þúsunda dollara hver. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) kærði hóp þekktra einstaklinga fyrir alríkisdómstól í New York og sakaði þá um að hafa fengið greitt fyrir að auglýsa rafmyntirnar Tronix (TRX) og BitTorrent (BTT). Ekki kom fram í samfélagsmiðlafærslum Lohan eða annarra að þau fengju greitt fyrir að mæra myntirnar. „Þannig var almenningur blekktur til þess að trúa því að þessar stjörnur hefðu óvilhallan áhuga á TRX og BTT og væri ekki aðeins talsmenn þeirra á launum,“ sagði í kærunni. Auk Lohan og Akon gengust tónlistarmennirnir Ne-Yo og Lil Yachty, boxarinn og netstjarnan Jake Paul og klámleikonan Michele Mason undir sáttina. Rapparinn Soulja Boy og poppsöngvarinn Austin Mahone voru hluti af máli SEC en þeir hafa ekki gert sátt við stofnunina, að sögn AP-fréttastofunnar. Gangast ekki við brotunum Engin stjarnanna þarf að viðurkenna brot sín samkvæmt samkomulaginu við SEC. Þær þurfa hins vegar saman að greiða um 400.000 dollara, jafnvirði rúmra 55 milljóna króna, í sekt og til að skila illa fengnum fjármunum. Talskona Lohan segir að hún hafi ekki vitað af því að hún þyrfti að upplýsa um greiðslurnar sem hún fékk. Hún hafi fallist á að greiða sekt til þess að leysa málið. Með samkomulaginu þarf hún að endurgreiða þóknunina upp á tíu þúsund dollara, auk vaxta og þrjátíu þúsund dollara sektar. Það er jafnvirði meira en fimm og hálfrar milljónar króna. Fleiri stjörnur hafa brotið lög með því að upplýsa ekki um hagsmunatengsl sín á þennan hátt. Kim Kardashian féllst á að greiða einnar milljónar dollara sekt fyrir að mæla með rafmyntinni Ethereum Max við milljóni fylgjenda sinna á Instagram án þess að gera þeim ljóst að hún fengi greitt fyrir það í haust. Leikarinn Steven Seagal þurfti að greiða meira en 300.000 dollara í svipuðu máli árið 2020. Rafmyntir Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Efnahagsbrot Hollywood Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) kærði hóp þekktra einstaklinga fyrir alríkisdómstól í New York og sakaði þá um að hafa fengið greitt fyrir að auglýsa rafmyntirnar Tronix (TRX) og BitTorrent (BTT). Ekki kom fram í samfélagsmiðlafærslum Lohan eða annarra að þau fengju greitt fyrir að mæra myntirnar. „Þannig var almenningur blekktur til þess að trúa því að þessar stjörnur hefðu óvilhallan áhuga á TRX og BTT og væri ekki aðeins talsmenn þeirra á launum,“ sagði í kærunni. Auk Lohan og Akon gengust tónlistarmennirnir Ne-Yo og Lil Yachty, boxarinn og netstjarnan Jake Paul og klámleikonan Michele Mason undir sáttina. Rapparinn Soulja Boy og poppsöngvarinn Austin Mahone voru hluti af máli SEC en þeir hafa ekki gert sátt við stofnunina, að sögn AP-fréttastofunnar. Gangast ekki við brotunum Engin stjarnanna þarf að viðurkenna brot sín samkvæmt samkomulaginu við SEC. Þær þurfa hins vegar saman að greiða um 400.000 dollara, jafnvirði rúmra 55 milljóna króna, í sekt og til að skila illa fengnum fjármunum. Talskona Lohan segir að hún hafi ekki vitað af því að hún þyrfti að upplýsa um greiðslurnar sem hún fékk. Hún hafi fallist á að greiða sekt til þess að leysa málið. Með samkomulaginu þarf hún að endurgreiða þóknunina upp á tíu þúsund dollara, auk vaxta og þrjátíu þúsund dollara sektar. Það er jafnvirði meira en fimm og hálfrar milljónar króna. Fleiri stjörnur hafa brotið lög með því að upplýsa ekki um hagsmunatengsl sín á þennan hátt. Kim Kardashian féllst á að greiða einnar milljónar dollara sekt fyrir að mæla með rafmyntinni Ethereum Max við milljóni fylgjenda sinna á Instagram án þess að gera þeim ljóst að hún fengi greitt fyrir það í haust. Leikarinn Steven Seagal þurfti að greiða meira en 300.000 dollara í svipuðu máli árið 2020.
Rafmyntir Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Efnahagsbrot Hollywood Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira