Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 09:50 Fljúgi þingmenn með Icelandair fá þeir flugpunkta á sitt eigið kort, fyrir ferð sem greidd er af ríkinu. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. Þingmenn þurfa oft að ferðast til útlanda í störfum sínum vegna ýmissa ráðstefna, funda og fleira. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Auður Elva Jónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Alþingis, að ferðaáætlun, sem gerð er af skrifstofunni, sé gerð fyrir hverja ferð með ákveðna hliðsjón af dagskrá og hagkvæmni. Ef tvö eða fleiri flugfélög bjóða upp á flug til sama áfangastaðar er heimilt að velja hentugasta brottfarartímann fram yfir ódýrara flug, svo lengi sem munur á miðaverði er ekki hærri en tuttugu þúsund krónur. Mikill meirihluti flýgur með Icelandair Aðeins annað af þeim íslensku flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli býður upp á svokallaða Vildarpunkta. Punktarnir safnast við flug, fyrir kaup á veitingum um borð, leigu á bíl og fleira. Punktana er síðan hægt að nota til að kaupa vörur eða þjónustu hjá Icelandair, til dæmis aðrar flugferðir. Boðið er upp á þetta kerfi hjá Icelandair, en ekki hjá Play. Gögn frá skrifstofu Alþingis sýna að þingmenn kjósa að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög. Frá 1. nóvember 2022 til 28. febrúar 2023 voru bókaðir 106 flugmiðar fyrir þingmenn, þar af 65 hjá Icelandair eða 61,3 prósent. Atlantic Airways, 8 (7,5%) Brussel airways, 1 (0,9%) Easyjet, 5 (4,7%) Icelandair, 65 (61,3%) Iberia, 1 (0,9%) Play, 4 (3,8%) Ryanair, 1 (0,9%) SAS, 10 (9,4%) Vita (Samstarfsaðili Icelandair), 8 (7,5%) Wizz, 3 (2,8%) Samtals, 106 (100%) Óeðlilegt að þingmennirnir fái fríðindin Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við fréttastofu að þarna sé búið að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Það sé óeðlilegt að greitt sé fyrir flugferðirnar með almannafé en farþegarnir, sem í þessu dæmi eru þingmenn, fái síðan fríðindi fyrir það. „Ef að ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki eða Alþingi eða hvað sem er kaupir miðann þá fær það batterí ekki afsláttinn heldur starfsmaðurinn sjálfur. Ef maður setti þetta í samhengi við einhvern starfsmann hjá einhverri ríkinu og hann er að kaupa einhverja vöru og þjónustu og myndi sjálfur fá afslátt, fríðindi eða gjafabréf hjá fyrirtæki þá myndu allir sjá að það væri snarólöglegt,“ segir Birgir. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Arnar Þarna sé boðið upp á það að þingmenn geti rökstudd það að velja ákveðið flugfélag með alls konar aðferðum, til dæmis að tímasetning einnar flugferðar henti betur en önnur. „Ef að ég er opinber starfsmaður og á leið á fund í París. Ef Play flugið er klukkan sex og annað flug er klukkan sjö. Ég fæ punkta fyrir sjö flugið en ekki sex flugið en það kostar meira, þá mun ég alltaf finna mér einhverja ástæðu til að ég þurfi að taka sjö flugið. Í raun og veru er samt hvatinn að ég er að fá punkta sjálfur,“ segir Birgir. Ágætis hvati að fá fría helgarferð til Köben Birgir segir það vera stórmerkilegt að þetta hafi viðgengist í mörg ár og að fólk sé svona slakt með grafalvarlegt mál. Sérstaklega í samhengi við ríkisrekstur þar sem mikill hallarekstur er á ríkissjóð og mikið sé talað um ábyrga meðferð á almannafé. „Ég hef ekki sérstaklega margar athugasemdir við það hvort einhver fljúgi með okkur eða öðrum. Það eru þrjátíu önnur flugfélög að fljúga til Íslands. Allir að fljúga til Parísar, London og allra þessara helstu áfangastaða sem þetta fólk er að stærstum hluta að fara til. Það má alveg velja út frá alls konar breytum af hverju þetta flug hentar en ekki hitt. Það eina sem er óeðlilegt í þessu er að það er svo svakalegur hvati út af þessum punktum að tiltekinn farþegi ákveði og stýri viðskiptum,“ segir Birgir. „Þú hefur engan hvata að pæla í hentugleika ef þú getur farið í svona helgarferð með konuna fyrir jólin ókeypis. Þetta hefur viðgengist í langan tíma og það eru margir búnir að tala um þetta,“ segir Birgir. Hann myndi frekar vilja að stofnunin sem kaupir flugferðina eða ríkið sjálft fengi flugpunktana sem safnast sem væri síðan hægt að nota í að kaupa ferðir fyrir aðra þingmenn. Gömul tugga Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Árið 2015 var fjallað um þetta í Kastljósþætti á RÚV og kom þar fram að ríkið hafi keypt flugmiða af Icelandair fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð króna á sex ára tímabili. Á sama tíma voru viðskipti við önnur flugfélög brotabrot af þeirri upphæð. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti skoðanagrein hér á Vísi um svipað leyti þar sem hann sagði ríkisstarfsmenn hafa persónulegan ávinning af því að kaupa sem dýrasta þjónustu. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira
Þingmenn þurfa oft að ferðast til útlanda í störfum sínum vegna ýmissa ráðstefna, funda og fleira. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Auður Elva Jónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Alþingis, að ferðaáætlun, sem gerð er af skrifstofunni, sé gerð fyrir hverja ferð með ákveðna hliðsjón af dagskrá og hagkvæmni. Ef tvö eða fleiri flugfélög bjóða upp á flug til sama áfangastaðar er heimilt að velja hentugasta brottfarartímann fram yfir ódýrara flug, svo lengi sem munur á miðaverði er ekki hærri en tuttugu þúsund krónur. Mikill meirihluti flýgur með Icelandair Aðeins annað af þeim íslensku flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli býður upp á svokallaða Vildarpunkta. Punktarnir safnast við flug, fyrir kaup á veitingum um borð, leigu á bíl og fleira. Punktana er síðan hægt að nota til að kaupa vörur eða þjónustu hjá Icelandair, til dæmis aðrar flugferðir. Boðið er upp á þetta kerfi hjá Icelandair, en ekki hjá Play. Gögn frá skrifstofu Alþingis sýna að þingmenn kjósa að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög. Frá 1. nóvember 2022 til 28. febrúar 2023 voru bókaðir 106 flugmiðar fyrir þingmenn, þar af 65 hjá Icelandair eða 61,3 prósent. Atlantic Airways, 8 (7,5%) Brussel airways, 1 (0,9%) Easyjet, 5 (4,7%) Icelandair, 65 (61,3%) Iberia, 1 (0,9%) Play, 4 (3,8%) Ryanair, 1 (0,9%) SAS, 10 (9,4%) Vita (Samstarfsaðili Icelandair), 8 (7,5%) Wizz, 3 (2,8%) Samtals, 106 (100%) Óeðlilegt að þingmennirnir fái fríðindin Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við fréttastofu að þarna sé búið að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Það sé óeðlilegt að greitt sé fyrir flugferðirnar með almannafé en farþegarnir, sem í þessu dæmi eru þingmenn, fái síðan fríðindi fyrir það. „Ef að ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki eða Alþingi eða hvað sem er kaupir miðann þá fær það batterí ekki afsláttinn heldur starfsmaðurinn sjálfur. Ef maður setti þetta í samhengi við einhvern starfsmann hjá einhverri ríkinu og hann er að kaupa einhverja vöru og þjónustu og myndi sjálfur fá afslátt, fríðindi eða gjafabréf hjá fyrirtæki þá myndu allir sjá að það væri snarólöglegt,“ segir Birgir. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Arnar Þarna sé boðið upp á það að þingmenn geti rökstudd það að velja ákveðið flugfélag með alls konar aðferðum, til dæmis að tímasetning einnar flugferðar henti betur en önnur. „Ef að ég er opinber starfsmaður og á leið á fund í París. Ef Play flugið er klukkan sex og annað flug er klukkan sjö. Ég fæ punkta fyrir sjö flugið en ekki sex flugið en það kostar meira, þá mun ég alltaf finna mér einhverja ástæðu til að ég þurfi að taka sjö flugið. Í raun og veru er samt hvatinn að ég er að fá punkta sjálfur,“ segir Birgir. Ágætis hvati að fá fría helgarferð til Köben Birgir segir það vera stórmerkilegt að þetta hafi viðgengist í mörg ár og að fólk sé svona slakt með grafalvarlegt mál. Sérstaklega í samhengi við ríkisrekstur þar sem mikill hallarekstur er á ríkissjóð og mikið sé talað um ábyrga meðferð á almannafé. „Ég hef ekki sérstaklega margar athugasemdir við það hvort einhver fljúgi með okkur eða öðrum. Það eru þrjátíu önnur flugfélög að fljúga til Íslands. Allir að fljúga til Parísar, London og allra þessara helstu áfangastaða sem þetta fólk er að stærstum hluta að fara til. Það má alveg velja út frá alls konar breytum af hverju þetta flug hentar en ekki hitt. Það eina sem er óeðlilegt í þessu er að það er svo svakalegur hvati út af þessum punktum að tiltekinn farþegi ákveði og stýri viðskiptum,“ segir Birgir. „Þú hefur engan hvata að pæla í hentugleika ef þú getur farið í svona helgarferð með konuna fyrir jólin ókeypis. Þetta hefur viðgengist í langan tíma og það eru margir búnir að tala um þetta,“ segir Birgir. Hann myndi frekar vilja að stofnunin sem kaupir flugferðina eða ríkið sjálft fengi flugpunktana sem safnast sem væri síðan hægt að nota í að kaupa ferðir fyrir aðra þingmenn. Gömul tugga Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Árið 2015 var fjallað um þetta í Kastljósþætti á RÚV og kom þar fram að ríkið hafi keypt flugmiða af Icelandair fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð króna á sex ára tímabili. Á sama tíma voru viðskipti við önnur flugfélög brotabrot af þeirri upphæð. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti skoðanagrein hér á Vísi um svipað leyti þar sem hann sagði ríkisstarfsmenn hafa persónulegan ávinning af því að kaupa sem dýrasta þjónustu.
Atlantic Airways, 8 (7,5%) Brussel airways, 1 (0,9%) Easyjet, 5 (4,7%) Icelandair, 65 (61,3%) Iberia, 1 (0,9%) Play, 4 (3,8%) Ryanair, 1 (0,9%) SAS, 10 (9,4%) Vita (Samstarfsaðili Icelandair), 8 (7,5%) Wizz, 3 (2,8%) Samtals, 106 (100%)
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira