Haukar kæra framkvæmd leiksins gegn Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 12:25 Haukar hafa kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu. Vísir/Snædís Handknattleiksdeild Hauka hefur kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu síðastliðinn fimmtudag en þetta hefur HSÍ staðfest í samtali við Vísi. Grótta vann eins marks sigur á Haukum í Olís-deild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld en lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en Gróttu tókst að skora í kjölfarið og fögnuðu því sem flestir héldu að væri jafntefli. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Þetta voru Haukar gríðarlega ósáttir með og þeir hafa nú kært framkvæmd leiksins en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá HSÍ. „Handknattleiksdeild Hauka kærir hér með framkvæmd leiks Hauka og Gróttu í Olísdeild karla sem fram fór fimmtudaginn 23. Mars 2023, þar sem dómari leiksins dæmir mark og staðfestir það með bendingum og flautumerki um að hefja megi leikinn á miðju með frumkasti,“ segir í kærunni sem liggur nú á borði Handknattleikssambandsins. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Seinni Bylgjunni og einn umsjónarmanna Handkastsins, greindi frá því í gær að kæra frá Haukum væri á leiðinni og það hefur nú verið staðfest. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins hafa Haukar sent inn kæru vegna þessa máls. Haukarnir skítstressaðir að komast ekki í úrslitakeppnina og þá er allt reynt. Úff. Mitt uppeldisfélag hefur verið á betri stað. Vonandi að menn sjái sóma sinn í því að skammast sín frekar. Einar. https://t.co/6MrnG1iacX— Arnar Daði (@arnardadi) March 24, 2023 Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir leikinn á fimmtudag og sagði niðurstöðuna algjört fíaskó. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Grótta vann eins marks sigur á Haukum í Olís-deild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld en lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en Gróttu tókst að skora í kjölfarið og fögnuðu því sem flestir héldu að væri jafntefli. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Þetta voru Haukar gríðarlega ósáttir með og þeir hafa nú kært framkvæmd leiksins en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá HSÍ. „Handknattleiksdeild Hauka kærir hér með framkvæmd leiks Hauka og Gróttu í Olísdeild karla sem fram fór fimmtudaginn 23. Mars 2023, þar sem dómari leiksins dæmir mark og staðfestir það með bendingum og flautumerki um að hefja megi leikinn á miðju með frumkasti,“ segir í kærunni sem liggur nú á borði Handknattleikssambandsins. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Seinni Bylgjunni og einn umsjónarmanna Handkastsins, greindi frá því í gær að kæra frá Haukum væri á leiðinni og það hefur nú verið staðfest. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins hafa Haukar sent inn kæru vegna þessa máls. Haukarnir skítstressaðir að komast ekki í úrslitakeppnina og þá er allt reynt. Úff. Mitt uppeldisfélag hefur verið á betri stað. Vonandi að menn sjái sóma sinn í því að skammast sín frekar. Einar. https://t.co/6MrnG1iacX— Arnar Daði (@arnardadi) March 24, 2023 Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir leikinn á fimmtudag og sagði niðurstöðuna algjört fíaskó. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira