Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 10:14 Trump hlýðir á kór uppreisnarmanna við upphaf fjöldafundar í Waco í Texas í gær. Fyrir aftan hann voru sýndar myndir frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. AP/Evan Vucci Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35