„Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2023 23:46 Móðir Helgu Ingibjargar vaknaði er snjóflóðið kom inn um svefnherbergisglugga hennar í morgun. Aðsend/Stöð 2 Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. Móðir Helgu Ingibjargar Gunnarsdóttur, íbúa í Neskaupstað, vaknaði í morgun við snjóflóð sem braut sér leið inn í svefnherbergið hennar í gegnum glugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga segir að snjóflóðið hafi komið inn á tveimur stöðum hjá móður sinni. Annars vegar kom það inn um gluggann að ofanverðu og hins vegar inn um útidyrahurðina hjá henni. „Þannig hún var föst í smá stund.“ Rætt var við Helgu og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Björgunarsveitin kom þá heim til hennar til að hjálpa henni út. Móðir Helgu er heppin að því leyti til að það býr björgunarsveitarmaður í næsta húsi en hann var einmitt fyrstur á vettvang. „Hann nær að troða sér inn um hurðina hjá henni en svo þurfa þau á endanum að taka hana út um svefnherbergisgluggann því flóðið var bara alveg fyrir hurðinni,“ segir Helga. Með glerbrot í fætinum Þegar björgunarsveitin var búin að bjarga móður Helgu út var henni boðið að fara niður í Egilsbúð þar sem búið var að setja upp fjöldahjálparstöð. Móðir hennar ákvað þó frekar að fara heim til Helgu. Þar kom í ljós að hún hafði fengið glerbrot í fótinn. „Hún var bara berfætt og á stuttermabol þannig hún valdi að koma bara til mín því ég bý á grænu svæði. Þegar hún er komin til mín þá sjáum við að hún er svolítið skorin á fætinum, var með glerbrot inni í fætinum. Þannig hún þurfti að fara upp á sjúkrahús, láta hreinsa það og sauma nokkur spor.“ Erfið bið Þegar móðir Helgu hringdi í hana og sagði að hún hefði lent í snjóflóðinu var Helga ein heima með börnin sín. Þá hafði henni einnig verið ráðlagt að halda sig inni. „Það var mjög erfið bið, að bíða bæði eftir því að björgunarsveitin var komin til hennar og eftir því að búið var að bjarga henni út og hún komin hingað til mín.“ Aðspurð um líðan móður sinnar segir Helga að hún sé í miklu sjokki eins og aðrir íbúar bæjarins. Hún segir snjóflóðin rifja upp vondar minningar: „Hún er náttúrulega bara eins og við öll, í miklu sjokki. Þetta eru sem sagt tvær blokkir þannig þetta eru alveg nokkrar íbúðir sem lenda í þessu mikla tjóni en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Það eru bara allir í sjokki. Þetta rifjar náttúrulega upp að fyrir fimmtíu árum þá var mannskætt flóð hér, þetta er bara mjög erfitt fyrir mjög marga. “ Samkennd og samhugur í íbúum Ófært er úr bænum og víða annars staðar fyrir austan. Helga segir að það sé erfitt að vera innilokuð í bænum en þó búi þau vel. „Það er auðvitað erfitt, við þekkjum það. En við búum svo vel að við erum með frábært sjúkrahús hér í bænum og fyrst að enginn þurfti á frekari aðhlynningu að halda en sjúkrahúsið getur veitt hér þá slapp það varðandi það.“ Helga segir að mikil samkennd sé í samfélaginu í bænum eftir snjóflóðin: „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og við búum svo vel að það er svakaleg samkennd og mikill samhugur í fólki. Þrátt fyrir að fólk sé í miklu sjokki þá er ég bara búin að vera síðan rétt um sjö í morgun að svara skilaboðum og símhringingum, maður finnur bara hvað það hugsa allir hlýtt til hvors annars hér. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Móðir Helgu Ingibjargar Gunnarsdóttur, íbúa í Neskaupstað, vaknaði í morgun við snjóflóð sem braut sér leið inn í svefnherbergið hennar í gegnum glugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga segir að snjóflóðið hafi komið inn á tveimur stöðum hjá móður sinni. Annars vegar kom það inn um gluggann að ofanverðu og hins vegar inn um útidyrahurðina hjá henni. „Þannig hún var föst í smá stund.“ Rætt var við Helgu og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Björgunarsveitin kom þá heim til hennar til að hjálpa henni út. Móðir Helgu er heppin að því leyti til að það býr björgunarsveitarmaður í næsta húsi en hann var einmitt fyrstur á vettvang. „Hann nær að troða sér inn um hurðina hjá henni en svo þurfa þau á endanum að taka hana út um svefnherbergisgluggann því flóðið var bara alveg fyrir hurðinni,“ segir Helga. Með glerbrot í fætinum Þegar björgunarsveitin var búin að bjarga móður Helgu út var henni boðið að fara niður í Egilsbúð þar sem búið var að setja upp fjöldahjálparstöð. Móðir hennar ákvað þó frekar að fara heim til Helgu. Þar kom í ljós að hún hafði fengið glerbrot í fótinn. „Hún var bara berfætt og á stuttermabol þannig hún valdi að koma bara til mín því ég bý á grænu svæði. Þegar hún er komin til mín þá sjáum við að hún er svolítið skorin á fætinum, var með glerbrot inni í fætinum. Þannig hún þurfti að fara upp á sjúkrahús, láta hreinsa það og sauma nokkur spor.“ Erfið bið Þegar móðir Helgu hringdi í hana og sagði að hún hefði lent í snjóflóðinu var Helga ein heima með börnin sín. Þá hafði henni einnig verið ráðlagt að halda sig inni. „Það var mjög erfið bið, að bíða bæði eftir því að björgunarsveitin var komin til hennar og eftir því að búið var að bjarga henni út og hún komin hingað til mín.“ Aðspurð um líðan móður sinnar segir Helga að hún sé í miklu sjokki eins og aðrir íbúar bæjarins. Hún segir snjóflóðin rifja upp vondar minningar: „Hún er náttúrulega bara eins og við öll, í miklu sjokki. Þetta eru sem sagt tvær blokkir þannig þetta eru alveg nokkrar íbúðir sem lenda í þessu mikla tjóni en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Það eru bara allir í sjokki. Þetta rifjar náttúrulega upp að fyrir fimmtíu árum þá var mannskætt flóð hér, þetta er bara mjög erfitt fyrir mjög marga. “ Samkennd og samhugur í íbúum Ófært er úr bænum og víða annars staðar fyrir austan. Helga segir að það sé erfitt að vera innilokuð í bænum en þó búi þau vel. „Það er auðvitað erfitt, við þekkjum það. En við búum svo vel að við erum með frábært sjúkrahús hér í bænum og fyrst að enginn þurfti á frekari aðhlynningu að halda en sjúkrahúsið getur veitt hér þá slapp það varðandi það.“ Helga segir að mikil samkennd sé í samfélaginu í bænum eftir snjóflóðin: „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og við búum svo vel að það er svakaleg samkennd og mikill samhugur í fólki. Þrátt fyrir að fólk sé í miklu sjokki þá er ég bara búin að vera síðan rétt um sjö í morgun að svara skilaboðum og símhringingum, maður finnur bara hvað það hugsa allir hlýtt til hvors annars hér.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira