Bhupender Yadav, umhverfismálaráðherra Indlands, greindi frá fæðingunni á samfélagsmiðlinum Twitter. Yadav segist vera himinlifandi og að um þýðingarmikinn atburð sé að ræða.
Þá óskaði hann Project Cheetah, teyminu sem hefur séð um að byggja upp stofn dýrsins í Indlandi að nýju, til hamingju með að hafa náð góðum árangri í að leiðrétta mistök fortíðarinnar.
Blettatígrar voru skráðir útdauðir í Indlandi árið 1952. Það má rekja til mikilla veiða á tegundinni, eyðileggingu á umhverfi þeirra og skorts á fæði.
Talið er að hvolparnir hafi fæðst fyrir fimm dögum síðan en fyrst var tekið eftir þeim í dag. Í grein BBC um málið kemur fram að blettatígursmóðurinni og hvolpunum heilsast vel