Í dag fagnar Vísir stórafmæli, miðillinn er 25 ára eða kvartaldar gamall. Vísir er ráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði og hefur undanfarin árin slegist við mbl.is um það að mega heita víðlesnasti fjölmiðill landsins. Vísir hefur þannig verið í fararbroddi í þeirri miklu deiglu sem einkennt hefur fjölmiðlun á Íslandi og í veröld víðri; þar sem fréttaflutningur og umfjöllun um allar hliðar mannlífsins hefur verið að færast yfir á netið. Þó blaðamennska lúti í grunninn sömu faglegu viðmiðum og þeim þegar fréttaflutningur var einungis framsettur í prentmiðlum og svo ljósvakanum hefur formið umtalsverð áhrif á efnistök. Talsvert meiri hraði einkennir fréttamiðlun en áður var og hefur þó hraði einkennt blaðamennsku alla tíð. En fréttir bíða ekki lengur umbrots, prentunar og dreifingar eða þess að taka mið af línulegri dagskrá ljósvakamiðlanna; þær birtast um leið og þær eru tilbúnar, og jafnvel fyrr. Þá hafa samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á fréttaflutning einkum að því leyti til að það er ekki lengur fjölmiðla að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar og hvað ekki. Lesendur hafa alltaf ráðið því að verulegu leyti með áhuga sínum hvað er til umfjöllunar í fjölmiðlum – miklu meira en margir vilja gera sér grein fyrir. Vandséð hvernig öðruvísi má vera enda hlýtur það að vera hlutverk fjölmiðla að mæta eftirspurn, áhuga lesenda og upplýsa fremur en vilja hafa vit fyrir þeim. Það hefur verið reynt. Fréttastofufólk í vettvangsferð í London, að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í fjölmiðlaheiminum.vísir/Þórir Áhrif lesenda á hvað er til efnis í fjölmiðlum eru nú meiri en nokkru sinni en rauntíma lestrarmælingar eru ávallt fyrirliggjandi. Þetta þýðir ekki, eins og margir sem hafa ekki mikla trú á fólki halda, að fréttirnar verði við þetta lágkúra; eftirspurn eftir „alvöru“ fréttum er ætíð til staðar og ráðandi. Hlutlægni útgangspunktur Vísir hefur verið hluti hinnar miklu netbyltingar í fjölmiðlun frá upphafi og er í þeirri öfundsverðu stöðu að erfitt er að klína því á miðilinn að hann gangi erinda eins hóps fremur en annars; að hann sé handbendi einhvers eins stjórnmálaafls. Hann veitir valdhöfum hverju sinni aðhald burtséð frá því hver er við völd hverju sinni. Það hlýtur að vera illt hlutskipti að vera stjórnarsinnaður blaðamaður. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis frá árinu 2014, segir það hafa verið frábært að hafa fengið að vera hluti af vexti Vísis undanfarinn áratug. Ævintýri. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri ásamt Reimari Péturssyni lögmanni í héraðsdómi á dögunum þegar Vísir hafnaði túlkun dómara á nýjum lögum sem takmarka umfjöllun úr dómsal. Frumvarp til breytinga á lögunum liggur fyrir Alþingi.vísir/vilhelm „Við höfum markvisst reynt að standa okkur vel, vera fyrst með mikilvægar fréttir, þó þannig að ekki sé gefið eftir með gæði fréttaskrifanna. Við viljum sinna landsmönnum á víðum grunni, þó Vísir sé fyrst og fremst fréttamiðill þá er hann jafnframt staður þangað sem fólk getur leitað til að svalað upplýsingaþörf sinni á svo mörgum sviðum öðrum en hörðum fréttum og tíðindum af vettvangi dagsins – svo sem íþróttum, dægurmálum og menningu. Við tökum hlutverk okkar alvarlega en tökum okkur þó ekki hátíðlega. Reynum að hlusta á lesendur okkar og vera í góðu sambandi við þá og fögnum öllum ábendingum, hvort sem það eru skammir eða ávísun á næsta skúbb.“ Kolbeinn Tumi sér fyrir sér að Vísir muni halda áfram að styrkja stöðu sína á þessum viðsjárverðu tímum þegar fólk er farið að efast um hvað eina og viti ekki hverju skal trúa. Og hefðbundir fjölmiðlar eigi í vök að verjast eins og nýjustu tíðindi, frá í gær, þess efnis að Fréttablaðið væri komið í þrot, bera með sér. Tryggvi Páll Tryggvason hefur staðið vaktina á Vísi undanfarin ár. Fyrst í Reykjavík og síðar í heimabæ sínum, Akureyri. Hann hefur alltaf verið í lykilhlutverki við talnavinnslu á kosninganótt, jafnan með bros á vör.Vísir/vilhelm „Við ætlum að halda áfram að vinna okkur inn frekara traust með því að stranda vaktina á hverjum degi, alla daga ársins. Við viljum upplýsa fólk og gera samfélagið þannig vonandi betra.“ Vísir er í eigu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar og nýtur þess að starfa á hlutlausum grundvelli. Eigendur eru sér að fullu meðvitaðir um mikilvægi þessa. Það þýðir að ekki þarf að gera neinar málamiðlanir gagnvart faglegum atriðum blaðamennskunnar sem grundvallast á hlutlægni; blaðamenn Vísis starfa samkvæmt siðareglum Blaðamannafélags Íslands og eigin ritstjórnarstefnu. Hlutverk Vísis er að veita aðhald með hlutlægri og traustri upplýsingagjöf sem er ein grundvallarforsenda lýðræðisins – sem hlýtur að byggja á upplýstri afstöðu. Þar skiptir trúverðugleikinn öllu máli. Fæddist inn í bransann Nýverið lét Tinni Sveinsson af störfum sem vef- og ritstjóri Vísis. Hann hefur nú stofnað sitt eigið nýsköpunarfyrirtæki sem starfar á hugbúnaðar- og þekkingarsviði. Gráupplagt er að ræða við hann á þessum tímamótum. Segja má að Tinni hafi nánast fæðst inn í Vísi sem var fyrsta kastið í eigu fjölmiðlamógúlsins Sveins R. Eyjólfssonar, sem jafnframt var aðaleigandi DV og dagblaðiðsins Dags-Tímans á sínum tíma. Til að byrja með var Vísir í horni þess veldis skömmu fyrir aldamót. Þegar Vísir var uppfærður bar það upp á 19. ára afmæli miðilsins og var þá tekin saman umfjöllun um sögu Vísis sem finna má hér að neðan. Við byrjum bara á byrjuninni, þú átt langan feril að baki sem blaðamaður og ritstjóri og fæðist í raun inní bransann, ef svo má að orði komast. Hvernig kom það til að þú hefur störf á Vísi? „Ég hóf formlega störf á Vísi 2010,“ segir Tinni spurður um það hvenær hann mætti til leiks á Vísi fyrir alvöru. „Ég var þá ráðinn inn sem blaðamaður á Lífinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni, núverandi Íslandsmeistaraþjálfara Breiðabliks, sem þá var yfirmaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Ellý Ármanns hafði þarna verið með Lífið í nokkur ár en var að taka sér pásu og ég var ráðinn inn í hennar stað. Stuttu seinna hætti Óskar Hrafn og Freyr Einarsson tók við fréttastofunni. Þá tók ég við hlutverki vefstjóra og við fórum að huga að fyrstu stóru breytingunni okkar á Vísi. Hún fór í loftið um haustið en þar kynntum við meðal annars til leiks endurbættar sjónvarps- og útvarpssíður og hófum mikla sókn í klippumálum á vefnum sem hefur staðið síðan.“ Fjölmargir gestir hafa komið í Pallborðið á Vísi undanfarin ár. Hér eru Edda Falak og Bára Huld Beck í spjalli við Hólmfríði Gisladóttur fréttamann Vísis.Vísir/Vilhelm Hægt er að gleyma sér á fyrrnefndum sjónvarps- og útvarpssíðum. En nóg af því. Tinni netvæddur Tinni kom ekki blautur á bak við eyrun til starfa við fjölmiðlunina. „Nei, þá hafði ég í rúman áratug starfað á ritstjórnum. Ég var í mörg ár undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar á DV sem var frábær skóli. Ég var einnig á Fréttablaðinu og upplifði ævintýrið þegar það var stofnað og því hleypt af stað. Bæði á DV og á Fréttablaðinu var hluti starfsins að miðla efninu yfir og skrifa á Vísi þannig að ég er búinn að vera að vinna að vefnum með hléum í yfir tuttugu ár.“ Tinni segir það þó sömu gildin í blaðamannsku hljóti enn að vera til staðar þá hefur netið breytt blaðamennskunni til muna.vísir/vilhelm Tinni hafði auk þess starfað í nokkur ár við að ritstýra tímaritum og þegar Óskar Hrafn kallaði hann til sín var hann ritstjóri Húsa og híbýla. „Ég var ánægður með að hafa náð undir lok þess að tímaritaútgáfa var rekin af krafti. Það er mikið nákvæmnisstarf. Ég hrífst ennþá af vönduðum tímaritum og góðum prentmiðlum. Allar tækninýjungar sem áttu sér stað á miðlunum þessi ár leituðu í áttina að netinu þannig að það lá beinast við að „go digital“ og einbeita sér að Vísi.“ Áhrif snjalltækjanna mikil Tinni segir að þegar hann kom til starfa á Vísi hafi staðan og umhverfið allt verði talsvert frábrugðið því sem nú er. „Vefmiðlar voru þarna að fara að springa út í dreifingu en þeir voru ekki enn hátt skrifaðir í virðingarstiganum innan fjölmiðla. Það sem gjörbreytti síðan stöðunni á næstu árum voru snjalltækin, betra net og líka samfélagsmiðlar.“ Tinni er með skemmtilegt veggspjald innrammað á heimili sínu. Vísir hefur lengi keyrt á slagorðinu: Fyrstur með fréttirnar. Forveri Vísis, Dagblaðið Vísir, notaði það einnig. Þessa auglýsingu mátti sjá í auglýsingaglugga sem auglýsingafyrirbærið Rafskinna rak. Þá var rafbók í glugga hvar fólk safnaðist saman fyrir utan og horfði á auglýsingar sem flett var í þar til gerðri rafbók. Þetta var í kringum 1970 og af því tilefni var þessi tiltekna auglýsing teiknuð.Vísir/Vilhelm Tinni segir að þegar hann kom til starfa hafi verið frábær hópur á fréttastofunni en þá var Vísir í eigu fjölmiðlafyrirtækisins 365. Hann var svo seldur Vodafone, nú Sýn, árið 2017 ásamt ljósvakamiðlum „Andri Ólafsson, Breki Logason, Guðný Helga Herbertsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sigríður Mogensen, Þorbjörn Þórðarson, Gunnar Reynir Valþórsson, Jón Hákon Halldórsson og fleiri. Þessi hópur hafði staðið vaktina í gegnum hrunið og eftirmála þess en það sem tók við eftir að ég byrjaði var gosið í Eyjafjallajökli og því fylgdi ný met í öllum lestrartölum á vefnum. Þarna eru Vísir og Fréttablaðið einnig systurmiðlar og á þessum árum löguðum við stafræna dreifingu á efninu úr Fréttablaðinu mikið og komum á flug á netinu.“ Annasamur dagur á skrifstofunni árið 2014. Frá vinstri má sjá Snærós Sindradóttur, Mikael Torfason, Kolbein Tuma, Heimi Má Pétursson, Gunnar Reyni Valþórsson og Andra Ólafsson. Þú nefnir að á þessu tímabili hafi Vísir og Fréttablaðið verið systurmiðlar … hvernig spilaðist það saman ritstjórnarlega? „Einn af sterkustu eiginleikum Vísis er hversu vel hann spilar með öðrum miðlum, þeim sem tengjast honum hverju sinni. Hann getur dreift þeirra efni án þess að karakterinn minnki, hverfi eða velkist. Vísir og Fréttablaðið tengdust sterkum böndum í rúm fimmtán ár. Ritstjórnirnar voru aðskildar lengi vel en unnu samt náið saman. Þá skiptist stundum á samvinna og samkeppni en það er auðvitað alltaf gaman að keppa við aðra miðla.“ Í DNA-inu að spila harðan fréttaleik En það hlýtur að hafa komið til einhverra árekstra, eins og þeirra að ætlast var til þess að Vísir – fyrstur með fréttirnar – birti ekki fréttir sem Fréttablaðið ætlaði svo að keyra á næsta dag, fréttir sem Vísismenn höfðu pata af? „Ég man ekki eftir ákveðnu dæmi en jú, þarna er prentið ennþá að verja sitt vígi. Þar af leiðandi gerðist það reglulega að reynt var að halda stórum málum í blaðið daginn eftir. Þá var hvíslað um þau og reynt að koma í veg fyrir að fréttinni yrði skúbbað á Vísi. Þessu fylgdi einstaka sinnum hiti manna á milli en það entist ekki lengi.“ Birgir Olgeirsson, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi voru tilnefnd til Blaðamannaverðlauna árið 2022 fyrir verk sín á fréttastofunni.Vísir/Vilhelm Tinni segir að þetta tímabil hafi öðrum þræði verið skondið. En þessir núningar, sem voru í sátt og samlyndi, sneru ekki aðeins að hinu hlutlæga heldur gat reynst vandasamt að samræma ritstjórnarstefnu. Fréttablaðið var lagt upp þannig að það væri boðflenna, borið á heimili fólks og yrði því að vera prúðbúið. Það er ekkert endilega ritstjórnarstefna sem gengur í netblaðamennsku. Þar hlýtur Vísir einnig að hafa þurft að stíga einhvers konar línudans? „Einmitt, það er í DNA-inu hjá Vísi að spila stundum harðan fréttaleik. Þar sem netið er sá miðill sem er fyrstur með fréttirnar þá er hætt við að það sé villtara í framsetningu en prentið, sem gegnir allt öðrum lögmálum hvað varðar dreifingu og býr að aldagamalli hefð hvað framsetningu varðar.“ Netið bylt allri upplýsingaöflun og framsetningu Tinni segir að það hafi tekið netmiðlana góð fimmtán ár að finna sína rödd og það sé auðvitað verkefni sem sé viðvarandi. „Ekki bara hérlendis heldur út um allan heim. Þeir gátu ekki bara einbeitt sér að fréttum heldur þurftu einnig að halda í við tækniþróunina hverju sinni. Möguleikum varðandi efnisframboð og dreifingu fjölgaði ár frá ári og þá þurfti að stilla margt upp á nýtt. Svo blandast samfélagsmiðlarnir inn í þetta mengi. Þeim fylgir meðal annars að hver sem er getur komið upplýsingum til fjöldans á örskömmum tíma. Einnig að fyrirtæki og stofnanir sem pældu varla í þessu áður eru farin að reka öfluga upplýsingastefnu. Þetta hefur róast síðustu ár og náð ákveðnu jafnvægi. Tinni í eldlínunni á kosningakvöldi. Þá er oft hamagangur í öskjunni þegar tölurnar byrja að streyma inn.Vísir/Vilhelm Tækin eru orðin það öflug, allir eru með gott net út um allar trissur og svo virðast stóru samfélagsmiðlarnir vera búnir að ná markaðsráðandi stöðu.“ Og samhliða þessu þá má segja að blaðamennskan hafi hreinlega breyst, eða það hlýtur að vera óhjákvæmilegt? „Ekki spurning. Netið bætist í hóp annarra miðla sem voru fyrir á fleti; prent, sjónvarp og útvarp. En munurinn er sá að netið sameinar og nýtir alla hina miðlana. Tinni segir það mikla blessun hversu góðir starfsmenn hafa starfað á Vísi og hversu samheldinn sá hópur hefur reynst. Þegar mikið gengur á reynir á það.vísir/vilhelm Það býður því upp á flóknari framsetningu og leiðir til að segja fréttir sem voru ekki til áður. Netið hefur líka bylt upplýsingaöflun og dýpkað aðgengi að upplýsingum sem nýtist blaðamönnum gríðarlega. En það er samt rétt að taka það fram að kjarni fréttar er sá sami þvert á miðla. Eins og Jónas Kristjánsson kenndi okkur á sínum tíma þá er kjarninn þessi: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo?“ Vandasöm samþætting Þetta hefur verið hröð og spennandi þróun. Vísir var framan af í horninu hjá öðrum miðlum en Tinni var á staðnum, í lykilhlutverki þegar Vísir rís úr öskustónni og má með góðum rökum halda fram að sé nú mikilvægasti fjölmiðill landsins. Og var í raun orðinn það löngu áður en menn áttuðu sig á því eða vildu kannast við það vegna ýmissa tregðulögmála. Þú leiðir Vísi ásamt fleira góðu fólki á þessu tímabili; ég veit þetta er knosuð spurning en hvaða atriði hafa verið erfiðust viðureignar? Vísir segir fréttir frá morgni til kvölds alla daga ársins. Fréttamenn finna fyrir álaginu en húmorinn og gleðin er aldrei langt undan. Hér sýnir Telma Tómasson fréttaþulur blaðamönnum eitthvað spennandi.Vísir/vilhelm „Það er vandasamt að reka svona stóran miðil. Tæknileg atriði geta verið snúin og maður þarf að þekkja lesendur og notendur vel. Vita hvernig þeir haga sér og hvað þeir eru líklegir til að vilja lesa og skoða. En ætli mesta áskorunin sé ekki sú að miðillinn er í loftinu og í notkun allan sólarhringinn allan ársins hring.“ Tinni segir þetta þýða að það verði alltaf að vera plan og góð taktík í gangi um það efni sem er haldið á loft hverju sinni. „Einnig þarf góðan hóp fólks til að sameinast um verkefnið. Vera alltaf á hálfgerðri bakvakt ef eitthvað kemur upp á, bæði fréttamál eins og til dæmis eldgos um miðja nótt eða tæknilegir hnökrar sem þarf að leysa. Svo þarf maður að tileinka sér ákveðið æðruleysi í þessu því það er auðvelt að tapa sér í smáatriðunum og æsingnum innan dagsins. Það þarf að halda aga til að hafa stóru myndina alltaf í huga og reka áætlun yfir lengri tíma.“ Blaðamennska tekið miklum breytingingum Og eðli máls samkvæmt gerbreytist fréttaneysla samhliða þessum breytingum. Í hverju felast þær breytingar helst? „Ætli breytingarnar séu ekki aðallega þær að fréttaneyslan rúllar meira samhliða deginum hjá fólki en áður. Áður fyrr tóku margir fréttaskammtinn afmarkað innan dagsins, til dæmis með morgunblöðum, hádegistímum og kvöldtímum. Það var nóg, þá varstu með allt upp á tíu fyrir spjallið hjá kaffivélinni. Nú eru fréttirnar saumaðar inn í daginn hjá flestum og þeir fylgjast með í smáskömmtum yfir daginn. Ef þú ert ekki búinn að tékka á fréttum í örfáa tíma eru allar líkur á því að næst þegar þú lendir á spjalli verði þér sagt frá einhverju sem var að gerast rétt í þessu.“ Þrátt fyrir að með netinu hafi allt aðgengi að upplýsingum galopnast segir Tinni að blaðamennska hafi sjaldan eða aldrei verið eins mikilvæg og einmitt nú.vísir/vilhelm Sem svo aftur hlýtur að hafa áhrif á blaðamennsku sem fag? Þeir eru til dæmis ekki í þeirri stöðu að geta haldið upplýsingum frá fólki? „Blaðamennska hefur heldur betur breyst. Samfélagsmiðlarnir eiga stóran þátt í því að stökkbreyta upplýsinganeyslu og fólk byrjar oftar en ekki á því að skrolla þá til að sjá hvað er í gangi. En aftur á móti koma upplýsingarnar þar filterslaust úr mörgum áttum. Þær geta verið mjög villandi og þegar eitthvað er óljóst hefur fólk ekki alltaf tíma, getu eða nennu til að sannreyna það. Þess vegna eru fréttamiðlar og góð blaðamennska sem tékkar hlutina af ennþá mikilvæg.“ Mikill metnaður og keppnisskap Og að teknu tilliti til þess sem áður sagði, þá er góð blaðamennska kannski aldrei mikilvægari en einmitt nú? „Jájá. Þetta sjáum við líka þegar stórviðburðir gerast, þá spila fréttamiðlarnir lykilhlutverk. Svo getur það líka gerst að viðkvæmar upplýsingar sem hefðu ekki endilega verið fréttamál á þessu stigi málsins fara á flug manna á milli. Þá geta fjölmiðlarnir oft ekki setið á hliðarlínunni og verða að stíga inn í málið eftir kúnstarinnar reglum. Þetta getur ýtt þeim í átt að tabloid-legri nálgun og þá reynir á góða ritstjórn. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og við erum langt frá því búin að sjá fyrir endann á þessum breytingum.“ Af fréttagólfinu. Svo stórt hlutverk hefur Tinni leikið í þróun Vísis og viðgangi að talið var rétt að útbúa sérstakt pappalíkan af Tinna svo andi hans svífur yfir vötnum þó hann sé nú að reyna fyrir sér með nýtt fyrirtæki.vísir/vilhlem Meðan öllu þessu vindur fram á blaðamannastéttin í vök að verjast. Stéttin hefur dregist saman bókstaflega á undanförnum árum eða um helming samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Kjör blaðamanna eru léleg og atgervisflótti hefur verið úr stéttinni. Fjölmargir blaðamenn hafa horfið úr stéttinni til hins opinbera og í störf upplýsingafulltrúa – starfa þá við að koma hlutdrægum upplýsingum á framfæri. Samt hefur tekist að halda alveg frábærri ritstjórn á Vísi undanfarinn áratuginn eða svo. Hvað vegur þar þyngst, heldurðu? Hjalti Freyr Ragnarsson, Hrunamaður, hefur brotið um Vísi undanfarin ár og verið í aðalhlutverki við grafíkvinnslu fyrir Vísi og Stöð 2.Vísir/vilhelm „Við höfum verið á réttri braut og Vísir er rísandi miðill í íslenskri fjölmiðlaflóru. Það eru mörg krefjandi verkefni og engin stöðnun. Þetta er spennandi vinnustaður með mörgu skemmtilegu og hæfileikaríku fólki. Það er góður andi á ritstjórninni, jákvætt keppnisskap og mikill metnaður. Samspilið við hina miðlana; útvarpið, sportið og Stöð 2, er líka gefandi. Þar vinnur einnig gott fólk og þaðan kemur mikið af góðu efni fyrir okkur að moða úr.“ Merkilega góð áhöfn um langt skeið En þú hlýtur að hafa velt því fyrir þér hvað það er sem gerir að mórallinn hefur verið svona góður og svona lengi? Það hefur til þess að gera ekki verið svo mikil starfsmannavelta sem er afrek aðteknu tilliti til ytri aðstæðna? „Vissulega. Þetta er samspil margra þátta og alls ekki sjálfsagt mál að ná að halda svona góðum hópi saman þetta lengi.“ Tinni segir vefinn hafa það fram yfir hefðbundna miðla að geta samþætt þá; góður fréttavefur getur nýtt saman texta, hljóð og mynd ef því er að skipta.vísir/vilhelm Nú er oft gasprað um blaðabörn en Vísir hefur fengið til liðs við sig framúrskarandi duglegt og hæft ungt fólk á umliðnum árum? „Já, okkur hefur gengið mjög vel að ráða til okkar framúrskarandi hæft fólk á Vísi síðustu ár. Ekki nóg með það, heldur hefur okkur einnig gengið vel að halda í þetta góða fólk, þrátt fyrir að í starfinu felist gríðarlegt álag. Þó það mætti nefna marga til sögunnar verð ég að hrósa Kolbeini Tuma í því samhengi, hann hefur unnið ótrúlega gott starf í því að halda hópnum á fréttstofunni saman og keyra dagana áfram á góðum móral.“ Vísir aldrei óttast breytingar Eins og áður kom fram var tekin saman sérstök afmælisgrein þegar Vísir varð 19 ára. Svolítið sérstakt en tilefnið var þá að nýjum vef var hleypt af stokkunum. Samúel Karl Ólason hefur verið sérfræðingur Vísis í erlendum fréttum undanfarin tæpan áratug. Þá helst stöðu mála í Austurlöndum. Bandaríkjunum og svo síðustu ár í Rússlandi og Úkraínu.Vísir Hvernig hefur það gengið, svona á mannamáli, að taka upp nýtt kerfi og keyra það? „Það hefur gengið ansi vel. Á þessum tíma rifum við vefinn algjörlega upp með rótum og skiptum um alla vélapartana. Stilltum honum þannig upp að hann væri tilbúinn í að vaxa hratt og það gekk eftir.“ Tinni segir að Vísisfólk hafi aldrei verið hrætt við það í gegnum árin að tileinka sér ný vinnubrögð og skipta um hin og þessi kerfi þegar nýir tímar kalla á nýja nálgun. „Við höfum jafnvel smíðað nokkur kerfi sjálf þegar ekkert sem hentar er í boði. Það þarf skýra sýn og úthald þegar skipta á um mikilvæga tækniinnviði. Það getur líka tekið á hópinn sem starfar daglega við að framleiða efni á vefinn. En þá er mikilvægt að muna að ef breytingunum er fylgt eftir til enda er uppskeran oftar en ekki gríðarleg.“ Tilfallandi ýmsar myndir frá starfinu á Vísi og fréttastofunni í heild í gegnum tíðina má sjá hér neðar. Ber er hver að baki nema sér Vísisbróður eða -systur eigi. Kristín Kristinsdóttir og Aníta Guðlaug Axelsdóttir eru lykilstarfsmenn í framleiðslunni á fréttastofunni.Vísir/vilhelm Á bak við tjöldin. Það eru margar hendur sem koma að vinnslu frétta á öllum miðlum á degi hverjum á Vísi. Hér eru Adelina Antal og Sólrún Sigmarsdóttir að senda út Pallborð.Vísir/vilhelm Eiður Þór Árnason hefur skrifað marga neytendafréttina á Vísi undanfarin ár en nemur nú við Háskólann í Lundi. Akureyringurinn stendur þó reglulega vaktina á Vísi og verður í eldlínunni í sumar þegar skólinn fer í hlé.Vísir/Vilhelm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttakona og Hjalti Freyr grafíker með Eddu Andrésdóttur fréttaþul í kveðjuhófi fyrir Eddu árið 2022. Vísir/vilhelm Spennandi kappleik að ljúka og fréttamenn fylgjast með. Svo virðist sem stefni í góð úrslit.Vísir/vilhelm Kristín Ólafsdóttir var lengi blaðamaður á Vísi en er nú í eldlínunni á ljósvakanum. Lesendur Vísis eiga von á góðu í maí þegar hún fylgir fulltrúum Íslands í Eurovision eftir til Liverpool. Stína er mikill Eurovision-sérfræðingur auk þess að vera íslenskusérfræðingur fréttastofunnar.Vísir/vilhelm Heimir Már Pétursson, reynslubolti fréttastofunnar, og Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri undirbúa Pallborð á Vísi fyrir kosningar til formanns VR árið 2021.Vísir/Vilhelm Elísabet Inga Sigurðardóttir er í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en allar fréttir úr tímanum rata á Vísi.Vísir/vilhelm Atli Ísleifsson varafréttastjóri fylgist vel með fréttum á Norðurlöndum og heldur meðal annars utan um skoðanagreinar á Vísi. Sá vettvangur hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Aníta og Egill bregða á leik með Snorra fyrir tökur á Íslandi í dag.vísir/vilhelm Óttar Kolbeinsson Proppé er einn af unga hæfileikaríka fólkinu sem staðið hefur vaktina á fréttastofunni svo eftir var tekið og ráðinn til starfa á öðrum vettvangi. Hann starfar í dag við vernd íslenskunnar í menntamálaráðuneytinu.Vísir/vilhelm Skemmtileg mynd af Bjarna Einarssyni tökumanni og hjólabrettakappa.Vísir/vilhelm Sindri Sindrason og Edda Andrésdóttir fara yfir málin.Vísir/vilhelm Sigurjóni Guðna Ólasyni líður best á Borgarfirði eystra en næstbest á bak við tökuvélina.Vísir/vilhelm Skemmtileg mynd Villa ljósmyndara af Eddu og Elísabetu.vísir/vilhelm Unnur, Fanndís og Aníta á góðri stundu.Vísir/vilhelm Egill Aðalsteinsson tökumaður hefur staðið í eldlínunni frá stofnun Stöðvar 2 árið 1986. Hér bíður hann eftir ráðherrum í samnefndum bústað við Tjarnargötu.vísir/vilhelm Snorri Másson, umsjónarmaður Íslands í dag, og Einar Árnason tökumaður hafa unnið vel og mikið saman undanfarin ár.Vísir/vilhelm Örvar Hafþórsson framleiðandi stýrir hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf og svo kvöldfréttunum sex og hálfum tíma síðar.Vísir/vilhelm Eiki hljóðmaður er alltaf í góðu stuði.Vísir/Vilhelm Ása Ninna Pétursdóttir hefur haldið úti Makamálum á Vísi. Í dag stýrir hún Bakaríinu á Bylgjunni á laugardögum sem er í beinni á Vísi. Þar má nálgast allar upptökur af þáttunum.vísir/vilhelm Telma Tómasson, Hallgerður Kolbrún, Fanndís Birna, Hjalti Freyr, Vésteinn Örn og Árni Sæbegr í kveðjuhófi Eddu Andrésdóttur.Vísir/Vilhelm Elísabet Inga, Þorgeir Ástvaldsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir.Vísir/Vilhelm Jón Ívars, Guðni Johnsen, feðgarnir Arnar og Ívar og Þórður Heiðar Jónsson eru hluti af mönnunum á bak við tjöldin á fréttastofunni.Vísir/vilhelm Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari er yfirleitt hinum megin við linsuna. Hann myndast þó afar vel eins og myndefnið hans.Vísir/Egill Edda Andrésdóttir og Þorgeir Ástvaldsson sem stýrði Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Vísi auk þess sem þar er hægt að hlusta á þá í beinni útsendingu.Vísir/Vilhelm Sara Rut Fannarsdóttir og Hjalti Freyr Ragnarsson brjóta um Vísis og sjá um grafík fyrir fréttastofu Stöð 2.Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Vilhelm Kolbeinn Tumi Daðason hefur verið fréttastjóri Vísis undanfarin níu ár.Vísir/Vilhelm Morgunfundirnir geta tekið á. Stefán Óli Jónsson, Kjartan Kjartansson, Birgir Olgeirsson og Samúel Karl fara yfir stöðuna.vísir/jakob Segið svo að íþróttafréttamenn grípi aldrei í bók. Hér má sjá þá Henry Birgi og Guðjón Guðmundsson kynna sér það sem uppúr stendur í jólabókaflóðinu.vísir/jakob Vestfirðingarnir Heimir Már og Samúel Karl fara yfir málin á gólfinu í Skaftahlíð.vísir/jakob Vísismenn fylgdust vel með sólmyrkva sem var 2015 en þarna má sjá þau Stefán Árna Pálsson, sem reyndar er búinn að fá nóg og gengur í hús, Tryggva Ólafsson upplýsingaarkítekt, Aðalstein Kjartansson og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur rýna til himins í gegnum sérhönnuð skyggni sem dreift var af þessu tilefni.vísir/Jóhannes K. Kristjánsson Fjölmiðlar Tímamót Tengdar fréttir Að morgni dags eftir stóran hvell Þjóðfélagsumræðan hefur gjörbreyst en fjölmiðlar ekki á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að Vísir.is fór í loftið. 31. mars 2023 08:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Vísir hefur þannig verið í fararbroddi í þeirri miklu deiglu sem einkennt hefur fjölmiðlun á Íslandi og í veröld víðri; þar sem fréttaflutningur og umfjöllun um allar hliðar mannlífsins hefur verið að færast yfir á netið. Þó blaðamennska lúti í grunninn sömu faglegu viðmiðum og þeim þegar fréttaflutningur var einungis framsettur í prentmiðlum og svo ljósvakanum hefur formið umtalsverð áhrif á efnistök. Talsvert meiri hraði einkennir fréttamiðlun en áður var og hefur þó hraði einkennt blaðamennsku alla tíð. En fréttir bíða ekki lengur umbrots, prentunar og dreifingar eða þess að taka mið af línulegri dagskrá ljósvakamiðlanna; þær birtast um leið og þær eru tilbúnar, og jafnvel fyrr. Þá hafa samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á fréttaflutning einkum að því leyti til að það er ekki lengur fjölmiðla að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar og hvað ekki. Lesendur hafa alltaf ráðið því að verulegu leyti með áhuga sínum hvað er til umfjöllunar í fjölmiðlum – miklu meira en margir vilja gera sér grein fyrir. Vandséð hvernig öðruvísi má vera enda hlýtur það að vera hlutverk fjölmiðla að mæta eftirspurn, áhuga lesenda og upplýsa fremur en vilja hafa vit fyrir þeim. Það hefur verið reynt. Fréttastofufólk í vettvangsferð í London, að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í fjölmiðlaheiminum.vísir/Þórir Áhrif lesenda á hvað er til efnis í fjölmiðlum eru nú meiri en nokkru sinni en rauntíma lestrarmælingar eru ávallt fyrirliggjandi. Þetta þýðir ekki, eins og margir sem hafa ekki mikla trú á fólki halda, að fréttirnar verði við þetta lágkúra; eftirspurn eftir „alvöru“ fréttum er ætíð til staðar og ráðandi. Hlutlægni útgangspunktur Vísir hefur verið hluti hinnar miklu netbyltingar í fjölmiðlun frá upphafi og er í þeirri öfundsverðu stöðu að erfitt er að klína því á miðilinn að hann gangi erinda eins hóps fremur en annars; að hann sé handbendi einhvers eins stjórnmálaafls. Hann veitir valdhöfum hverju sinni aðhald burtséð frá því hver er við völd hverju sinni. Það hlýtur að vera illt hlutskipti að vera stjórnarsinnaður blaðamaður. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis frá árinu 2014, segir það hafa verið frábært að hafa fengið að vera hluti af vexti Vísis undanfarinn áratug. Ævintýri. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri ásamt Reimari Péturssyni lögmanni í héraðsdómi á dögunum þegar Vísir hafnaði túlkun dómara á nýjum lögum sem takmarka umfjöllun úr dómsal. Frumvarp til breytinga á lögunum liggur fyrir Alþingi.vísir/vilhelm „Við höfum markvisst reynt að standa okkur vel, vera fyrst með mikilvægar fréttir, þó þannig að ekki sé gefið eftir með gæði fréttaskrifanna. Við viljum sinna landsmönnum á víðum grunni, þó Vísir sé fyrst og fremst fréttamiðill þá er hann jafnframt staður þangað sem fólk getur leitað til að svalað upplýsingaþörf sinni á svo mörgum sviðum öðrum en hörðum fréttum og tíðindum af vettvangi dagsins – svo sem íþróttum, dægurmálum og menningu. Við tökum hlutverk okkar alvarlega en tökum okkur þó ekki hátíðlega. Reynum að hlusta á lesendur okkar og vera í góðu sambandi við þá og fögnum öllum ábendingum, hvort sem það eru skammir eða ávísun á næsta skúbb.“ Kolbeinn Tumi sér fyrir sér að Vísir muni halda áfram að styrkja stöðu sína á þessum viðsjárverðu tímum þegar fólk er farið að efast um hvað eina og viti ekki hverju skal trúa. Og hefðbundir fjölmiðlar eigi í vök að verjast eins og nýjustu tíðindi, frá í gær, þess efnis að Fréttablaðið væri komið í þrot, bera með sér. Tryggvi Páll Tryggvason hefur staðið vaktina á Vísi undanfarin ár. Fyrst í Reykjavík og síðar í heimabæ sínum, Akureyri. Hann hefur alltaf verið í lykilhlutverki við talnavinnslu á kosninganótt, jafnan með bros á vör.Vísir/vilhelm „Við ætlum að halda áfram að vinna okkur inn frekara traust með því að stranda vaktina á hverjum degi, alla daga ársins. Við viljum upplýsa fólk og gera samfélagið þannig vonandi betra.“ Vísir er í eigu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar og nýtur þess að starfa á hlutlausum grundvelli. Eigendur eru sér að fullu meðvitaðir um mikilvægi þessa. Það þýðir að ekki þarf að gera neinar málamiðlanir gagnvart faglegum atriðum blaðamennskunnar sem grundvallast á hlutlægni; blaðamenn Vísis starfa samkvæmt siðareglum Blaðamannafélags Íslands og eigin ritstjórnarstefnu. Hlutverk Vísis er að veita aðhald með hlutlægri og traustri upplýsingagjöf sem er ein grundvallarforsenda lýðræðisins – sem hlýtur að byggja á upplýstri afstöðu. Þar skiptir trúverðugleikinn öllu máli. Fæddist inn í bransann Nýverið lét Tinni Sveinsson af störfum sem vef- og ritstjóri Vísis. Hann hefur nú stofnað sitt eigið nýsköpunarfyrirtæki sem starfar á hugbúnaðar- og þekkingarsviði. Gráupplagt er að ræða við hann á þessum tímamótum. Segja má að Tinni hafi nánast fæðst inn í Vísi sem var fyrsta kastið í eigu fjölmiðlamógúlsins Sveins R. Eyjólfssonar, sem jafnframt var aðaleigandi DV og dagblaðiðsins Dags-Tímans á sínum tíma. Til að byrja með var Vísir í horni þess veldis skömmu fyrir aldamót. Þegar Vísir var uppfærður bar það upp á 19. ára afmæli miðilsins og var þá tekin saman umfjöllun um sögu Vísis sem finna má hér að neðan. Við byrjum bara á byrjuninni, þú átt langan feril að baki sem blaðamaður og ritstjóri og fæðist í raun inní bransann, ef svo má að orði komast. Hvernig kom það til að þú hefur störf á Vísi? „Ég hóf formlega störf á Vísi 2010,“ segir Tinni spurður um það hvenær hann mætti til leiks á Vísi fyrir alvöru. „Ég var þá ráðinn inn sem blaðamaður á Lífinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni, núverandi Íslandsmeistaraþjálfara Breiðabliks, sem þá var yfirmaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Ellý Ármanns hafði þarna verið með Lífið í nokkur ár en var að taka sér pásu og ég var ráðinn inn í hennar stað. Stuttu seinna hætti Óskar Hrafn og Freyr Einarsson tók við fréttastofunni. Þá tók ég við hlutverki vefstjóra og við fórum að huga að fyrstu stóru breytingunni okkar á Vísi. Hún fór í loftið um haustið en þar kynntum við meðal annars til leiks endurbættar sjónvarps- og útvarpssíður og hófum mikla sókn í klippumálum á vefnum sem hefur staðið síðan.“ Fjölmargir gestir hafa komið í Pallborðið á Vísi undanfarin ár. Hér eru Edda Falak og Bára Huld Beck í spjalli við Hólmfríði Gisladóttur fréttamann Vísis.Vísir/Vilhelm Hægt er að gleyma sér á fyrrnefndum sjónvarps- og útvarpssíðum. En nóg af því. Tinni netvæddur Tinni kom ekki blautur á bak við eyrun til starfa við fjölmiðlunina. „Nei, þá hafði ég í rúman áratug starfað á ritstjórnum. Ég var í mörg ár undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar á DV sem var frábær skóli. Ég var einnig á Fréttablaðinu og upplifði ævintýrið þegar það var stofnað og því hleypt af stað. Bæði á DV og á Fréttablaðinu var hluti starfsins að miðla efninu yfir og skrifa á Vísi þannig að ég er búinn að vera að vinna að vefnum með hléum í yfir tuttugu ár.“ Tinni segir það þó sömu gildin í blaðamannsku hljóti enn að vera til staðar þá hefur netið breytt blaðamennskunni til muna.vísir/vilhelm Tinni hafði auk þess starfað í nokkur ár við að ritstýra tímaritum og þegar Óskar Hrafn kallaði hann til sín var hann ritstjóri Húsa og híbýla. „Ég var ánægður með að hafa náð undir lok þess að tímaritaútgáfa var rekin af krafti. Það er mikið nákvæmnisstarf. Ég hrífst ennþá af vönduðum tímaritum og góðum prentmiðlum. Allar tækninýjungar sem áttu sér stað á miðlunum þessi ár leituðu í áttina að netinu þannig að það lá beinast við að „go digital“ og einbeita sér að Vísi.“ Áhrif snjalltækjanna mikil Tinni segir að þegar hann kom til starfa á Vísi hafi staðan og umhverfið allt verði talsvert frábrugðið því sem nú er. „Vefmiðlar voru þarna að fara að springa út í dreifingu en þeir voru ekki enn hátt skrifaðir í virðingarstiganum innan fjölmiðla. Það sem gjörbreytti síðan stöðunni á næstu árum voru snjalltækin, betra net og líka samfélagsmiðlar.“ Tinni er með skemmtilegt veggspjald innrammað á heimili sínu. Vísir hefur lengi keyrt á slagorðinu: Fyrstur með fréttirnar. Forveri Vísis, Dagblaðið Vísir, notaði það einnig. Þessa auglýsingu mátti sjá í auglýsingaglugga sem auglýsingafyrirbærið Rafskinna rak. Þá var rafbók í glugga hvar fólk safnaðist saman fyrir utan og horfði á auglýsingar sem flett var í þar til gerðri rafbók. Þetta var í kringum 1970 og af því tilefni var þessi tiltekna auglýsing teiknuð.Vísir/Vilhelm Tinni segir að þegar hann kom til starfa hafi verið frábær hópur á fréttastofunni en þá var Vísir í eigu fjölmiðlafyrirtækisins 365. Hann var svo seldur Vodafone, nú Sýn, árið 2017 ásamt ljósvakamiðlum „Andri Ólafsson, Breki Logason, Guðný Helga Herbertsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sigríður Mogensen, Þorbjörn Þórðarson, Gunnar Reynir Valþórsson, Jón Hákon Halldórsson og fleiri. Þessi hópur hafði staðið vaktina í gegnum hrunið og eftirmála þess en það sem tók við eftir að ég byrjaði var gosið í Eyjafjallajökli og því fylgdi ný met í öllum lestrartölum á vefnum. Þarna eru Vísir og Fréttablaðið einnig systurmiðlar og á þessum árum löguðum við stafræna dreifingu á efninu úr Fréttablaðinu mikið og komum á flug á netinu.“ Annasamur dagur á skrifstofunni árið 2014. Frá vinstri má sjá Snærós Sindradóttur, Mikael Torfason, Kolbein Tuma, Heimi Má Pétursson, Gunnar Reyni Valþórsson og Andra Ólafsson. Þú nefnir að á þessu tímabili hafi Vísir og Fréttablaðið verið systurmiðlar … hvernig spilaðist það saman ritstjórnarlega? „Einn af sterkustu eiginleikum Vísis er hversu vel hann spilar með öðrum miðlum, þeim sem tengjast honum hverju sinni. Hann getur dreift þeirra efni án þess að karakterinn minnki, hverfi eða velkist. Vísir og Fréttablaðið tengdust sterkum böndum í rúm fimmtán ár. Ritstjórnirnar voru aðskildar lengi vel en unnu samt náið saman. Þá skiptist stundum á samvinna og samkeppni en það er auðvitað alltaf gaman að keppa við aðra miðla.“ Í DNA-inu að spila harðan fréttaleik En það hlýtur að hafa komið til einhverra árekstra, eins og þeirra að ætlast var til þess að Vísir – fyrstur með fréttirnar – birti ekki fréttir sem Fréttablaðið ætlaði svo að keyra á næsta dag, fréttir sem Vísismenn höfðu pata af? „Ég man ekki eftir ákveðnu dæmi en jú, þarna er prentið ennþá að verja sitt vígi. Þar af leiðandi gerðist það reglulega að reynt var að halda stórum málum í blaðið daginn eftir. Þá var hvíslað um þau og reynt að koma í veg fyrir að fréttinni yrði skúbbað á Vísi. Þessu fylgdi einstaka sinnum hiti manna á milli en það entist ekki lengi.“ Birgir Olgeirsson, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi voru tilnefnd til Blaðamannaverðlauna árið 2022 fyrir verk sín á fréttastofunni.Vísir/Vilhelm Tinni segir að þetta tímabil hafi öðrum þræði verið skondið. En þessir núningar, sem voru í sátt og samlyndi, sneru ekki aðeins að hinu hlutlæga heldur gat reynst vandasamt að samræma ritstjórnarstefnu. Fréttablaðið var lagt upp þannig að það væri boðflenna, borið á heimili fólks og yrði því að vera prúðbúið. Það er ekkert endilega ritstjórnarstefna sem gengur í netblaðamennsku. Þar hlýtur Vísir einnig að hafa þurft að stíga einhvers konar línudans? „Einmitt, það er í DNA-inu hjá Vísi að spila stundum harðan fréttaleik. Þar sem netið er sá miðill sem er fyrstur með fréttirnar þá er hætt við að það sé villtara í framsetningu en prentið, sem gegnir allt öðrum lögmálum hvað varðar dreifingu og býr að aldagamalli hefð hvað framsetningu varðar.“ Netið bylt allri upplýsingaöflun og framsetningu Tinni segir að það hafi tekið netmiðlana góð fimmtán ár að finna sína rödd og það sé auðvitað verkefni sem sé viðvarandi. „Ekki bara hérlendis heldur út um allan heim. Þeir gátu ekki bara einbeitt sér að fréttum heldur þurftu einnig að halda í við tækniþróunina hverju sinni. Möguleikum varðandi efnisframboð og dreifingu fjölgaði ár frá ári og þá þurfti að stilla margt upp á nýtt. Svo blandast samfélagsmiðlarnir inn í þetta mengi. Þeim fylgir meðal annars að hver sem er getur komið upplýsingum til fjöldans á örskömmum tíma. Einnig að fyrirtæki og stofnanir sem pældu varla í þessu áður eru farin að reka öfluga upplýsingastefnu. Þetta hefur róast síðustu ár og náð ákveðnu jafnvægi. Tinni í eldlínunni á kosningakvöldi. Þá er oft hamagangur í öskjunni þegar tölurnar byrja að streyma inn.Vísir/Vilhelm Tækin eru orðin það öflug, allir eru með gott net út um allar trissur og svo virðast stóru samfélagsmiðlarnir vera búnir að ná markaðsráðandi stöðu.“ Og samhliða þessu þá má segja að blaðamennskan hafi hreinlega breyst, eða það hlýtur að vera óhjákvæmilegt? „Ekki spurning. Netið bætist í hóp annarra miðla sem voru fyrir á fleti; prent, sjónvarp og útvarp. En munurinn er sá að netið sameinar og nýtir alla hina miðlana. Tinni segir það mikla blessun hversu góðir starfsmenn hafa starfað á Vísi og hversu samheldinn sá hópur hefur reynst. Þegar mikið gengur á reynir á það.vísir/vilhelm Það býður því upp á flóknari framsetningu og leiðir til að segja fréttir sem voru ekki til áður. Netið hefur líka bylt upplýsingaöflun og dýpkað aðgengi að upplýsingum sem nýtist blaðamönnum gríðarlega. En það er samt rétt að taka það fram að kjarni fréttar er sá sami þvert á miðla. Eins og Jónas Kristjánsson kenndi okkur á sínum tíma þá er kjarninn þessi: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo?“ Vandasöm samþætting Þetta hefur verið hröð og spennandi þróun. Vísir var framan af í horninu hjá öðrum miðlum en Tinni var á staðnum, í lykilhlutverki þegar Vísir rís úr öskustónni og má með góðum rökum halda fram að sé nú mikilvægasti fjölmiðill landsins. Og var í raun orðinn það löngu áður en menn áttuðu sig á því eða vildu kannast við það vegna ýmissa tregðulögmála. Þú leiðir Vísi ásamt fleira góðu fólki á þessu tímabili; ég veit þetta er knosuð spurning en hvaða atriði hafa verið erfiðust viðureignar? Vísir segir fréttir frá morgni til kvölds alla daga ársins. Fréttamenn finna fyrir álaginu en húmorinn og gleðin er aldrei langt undan. Hér sýnir Telma Tómasson fréttaþulur blaðamönnum eitthvað spennandi.Vísir/vilhelm „Það er vandasamt að reka svona stóran miðil. Tæknileg atriði geta verið snúin og maður þarf að þekkja lesendur og notendur vel. Vita hvernig þeir haga sér og hvað þeir eru líklegir til að vilja lesa og skoða. En ætli mesta áskorunin sé ekki sú að miðillinn er í loftinu og í notkun allan sólarhringinn allan ársins hring.“ Tinni segir þetta þýða að það verði alltaf að vera plan og góð taktík í gangi um það efni sem er haldið á loft hverju sinni. „Einnig þarf góðan hóp fólks til að sameinast um verkefnið. Vera alltaf á hálfgerðri bakvakt ef eitthvað kemur upp á, bæði fréttamál eins og til dæmis eldgos um miðja nótt eða tæknilegir hnökrar sem þarf að leysa. Svo þarf maður að tileinka sér ákveðið æðruleysi í þessu því það er auðvelt að tapa sér í smáatriðunum og æsingnum innan dagsins. Það þarf að halda aga til að hafa stóru myndina alltaf í huga og reka áætlun yfir lengri tíma.“ Blaðamennska tekið miklum breytingingum Og eðli máls samkvæmt gerbreytist fréttaneysla samhliða þessum breytingum. Í hverju felast þær breytingar helst? „Ætli breytingarnar séu ekki aðallega þær að fréttaneyslan rúllar meira samhliða deginum hjá fólki en áður. Áður fyrr tóku margir fréttaskammtinn afmarkað innan dagsins, til dæmis með morgunblöðum, hádegistímum og kvöldtímum. Það var nóg, þá varstu með allt upp á tíu fyrir spjallið hjá kaffivélinni. Nú eru fréttirnar saumaðar inn í daginn hjá flestum og þeir fylgjast með í smáskömmtum yfir daginn. Ef þú ert ekki búinn að tékka á fréttum í örfáa tíma eru allar líkur á því að næst þegar þú lendir á spjalli verði þér sagt frá einhverju sem var að gerast rétt í þessu.“ Þrátt fyrir að með netinu hafi allt aðgengi að upplýsingum galopnast segir Tinni að blaðamennska hafi sjaldan eða aldrei verið eins mikilvæg og einmitt nú.vísir/vilhelm Sem svo aftur hlýtur að hafa áhrif á blaðamennsku sem fag? Þeir eru til dæmis ekki í þeirri stöðu að geta haldið upplýsingum frá fólki? „Blaðamennska hefur heldur betur breyst. Samfélagsmiðlarnir eiga stóran þátt í því að stökkbreyta upplýsinganeyslu og fólk byrjar oftar en ekki á því að skrolla þá til að sjá hvað er í gangi. En aftur á móti koma upplýsingarnar þar filterslaust úr mörgum áttum. Þær geta verið mjög villandi og þegar eitthvað er óljóst hefur fólk ekki alltaf tíma, getu eða nennu til að sannreyna það. Þess vegna eru fréttamiðlar og góð blaðamennska sem tékkar hlutina af ennþá mikilvæg.“ Mikill metnaður og keppnisskap Og að teknu tilliti til þess sem áður sagði, þá er góð blaðamennska kannski aldrei mikilvægari en einmitt nú? „Jájá. Þetta sjáum við líka þegar stórviðburðir gerast, þá spila fréttamiðlarnir lykilhlutverk. Svo getur það líka gerst að viðkvæmar upplýsingar sem hefðu ekki endilega verið fréttamál á þessu stigi málsins fara á flug manna á milli. Þá geta fjölmiðlarnir oft ekki setið á hliðarlínunni og verða að stíga inn í málið eftir kúnstarinnar reglum. Þetta getur ýtt þeim í átt að tabloid-legri nálgun og þá reynir á góða ritstjórn. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og við erum langt frá því búin að sjá fyrir endann á þessum breytingum.“ Af fréttagólfinu. Svo stórt hlutverk hefur Tinni leikið í þróun Vísis og viðgangi að talið var rétt að útbúa sérstakt pappalíkan af Tinna svo andi hans svífur yfir vötnum þó hann sé nú að reyna fyrir sér með nýtt fyrirtæki.vísir/vilhlem Meðan öllu þessu vindur fram á blaðamannastéttin í vök að verjast. Stéttin hefur dregist saman bókstaflega á undanförnum árum eða um helming samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Kjör blaðamanna eru léleg og atgervisflótti hefur verið úr stéttinni. Fjölmargir blaðamenn hafa horfið úr stéttinni til hins opinbera og í störf upplýsingafulltrúa – starfa þá við að koma hlutdrægum upplýsingum á framfæri. Samt hefur tekist að halda alveg frábærri ritstjórn á Vísi undanfarinn áratuginn eða svo. Hvað vegur þar þyngst, heldurðu? Hjalti Freyr Ragnarsson, Hrunamaður, hefur brotið um Vísi undanfarin ár og verið í aðalhlutverki við grafíkvinnslu fyrir Vísi og Stöð 2.Vísir/vilhelm „Við höfum verið á réttri braut og Vísir er rísandi miðill í íslenskri fjölmiðlaflóru. Það eru mörg krefjandi verkefni og engin stöðnun. Þetta er spennandi vinnustaður með mörgu skemmtilegu og hæfileikaríku fólki. Það er góður andi á ritstjórninni, jákvætt keppnisskap og mikill metnaður. Samspilið við hina miðlana; útvarpið, sportið og Stöð 2, er líka gefandi. Þar vinnur einnig gott fólk og þaðan kemur mikið af góðu efni fyrir okkur að moða úr.“ Merkilega góð áhöfn um langt skeið En þú hlýtur að hafa velt því fyrir þér hvað það er sem gerir að mórallinn hefur verið svona góður og svona lengi? Það hefur til þess að gera ekki verið svo mikil starfsmannavelta sem er afrek aðteknu tilliti til ytri aðstæðna? „Vissulega. Þetta er samspil margra þátta og alls ekki sjálfsagt mál að ná að halda svona góðum hópi saman þetta lengi.“ Tinni segir vefinn hafa það fram yfir hefðbundna miðla að geta samþætt þá; góður fréttavefur getur nýtt saman texta, hljóð og mynd ef því er að skipta.vísir/vilhelm Nú er oft gasprað um blaðabörn en Vísir hefur fengið til liðs við sig framúrskarandi duglegt og hæft ungt fólk á umliðnum árum? „Já, okkur hefur gengið mjög vel að ráða til okkar framúrskarandi hæft fólk á Vísi síðustu ár. Ekki nóg með það, heldur hefur okkur einnig gengið vel að halda í þetta góða fólk, þrátt fyrir að í starfinu felist gríðarlegt álag. Þó það mætti nefna marga til sögunnar verð ég að hrósa Kolbeini Tuma í því samhengi, hann hefur unnið ótrúlega gott starf í því að halda hópnum á fréttstofunni saman og keyra dagana áfram á góðum móral.“ Vísir aldrei óttast breytingar Eins og áður kom fram var tekin saman sérstök afmælisgrein þegar Vísir varð 19 ára. Svolítið sérstakt en tilefnið var þá að nýjum vef var hleypt af stokkunum. Samúel Karl Ólason hefur verið sérfræðingur Vísis í erlendum fréttum undanfarin tæpan áratug. Þá helst stöðu mála í Austurlöndum. Bandaríkjunum og svo síðustu ár í Rússlandi og Úkraínu.Vísir Hvernig hefur það gengið, svona á mannamáli, að taka upp nýtt kerfi og keyra það? „Það hefur gengið ansi vel. Á þessum tíma rifum við vefinn algjörlega upp með rótum og skiptum um alla vélapartana. Stilltum honum þannig upp að hann væri tilbúinn í að vaxa hratt og það gekk eftir.“ Tinni segir að Vísisfólk hafi aldrei verið hrætt við það í gegnum árin að tileinka sér ný vinnubrögð og skipta um hin og þessi kerfi þegar nýir tímar kalla á nýja nálgun. „Við höfum jafnvel smíðað nokkur kerfi sjálf þegar ekkert sem hentar er í boði. Það þarf skýra sýn og úthald þegar skipta á um mikilvæga tækniinnviði. Það getur líka tekið á hópinn sem starfar daglega við að framleiða efni á vefinn. En þá er mikilvægt að muna að ef breytingunum er fylgt eftir til enda er uppskeran oftar en ekki gríðarleg.“ Tilfallandi ýmsar myndir frá starfinu á Vísi og fréttastofunni í heild í gegnum tíðina má sjá hér neðar. Ber er hver að baki nema sér Vísisbróður eða -systur eigi. Kristín Kristinsdóttir og Aníta Guðlaug Axelsdóttir eru lykilstarfsmenn í framleiðslunni á fréttastofunni.Vísir/vilhelm Á bak við tjöldin. Það eru margar hendur sem koma að vinnslu frétta á öllum miðlum á degi hverjum á Vísi. Hér eru Adelina Antal og Sólrún Sigmarsdóttir að senda út Pallborð.Vísir/vilhelm Eiður Þór Árnason hefur skrifað marga neytendafréttina á Vísi undanfarin ár en nemur nú við Háskólann í Lundi. Akureyringurinn stendur þó reglulega vaktina á Vísi og verður í eldlínunni í sumar þegar skólinn fer í hlé.Vísir/Vilhelm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttakona og Hjalti Freyr grafíker með Eddu Andrésdóttur fréttaþul í kveðjuhófi fyrir Eddu árið 2022. Vísir/vilhelm Spennandi kappleik að ljúka og fréttamenn fylgjast með. Svo virðist sem stefni í góð úrslit.Vísir/vilhelm Kristín Ólafsdóttir var lengi blaðamaður á Vísi en er nú í eldlínunni á ljósvakanum. Lesendur Vísis eiga von á góðu í maí þegar hún fylgir fulltrúum Íslands í Eurovision eftir til Liverpool. Stína er mikill Eurovision-sérfræðingur auk þess að vera íslenskusérfræðingur fréttastofunnar.Vísir/vilhelm Heimir Már Pétursson, reynslubolti fréttastofunnar, og Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri undirbúa Pallborð á Vísi fyrir kosningar til formanns VR árið 2021.Vísir/Vilhelm Elísabet Inga Sigurðardóttir er í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en allar fréttir úr tímanum rata á Vísi.Vísir/vilhelm Atli Ísleifsson varafréttastjóri fylgist vel með fréttum á Norðurlöndum og heldur meðal annars utan um skoðanagreinar á Vísi. Sá vettvangur hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Aníta og Egill bregða á leik með Snorra fyrir tökur á Íslandi í dag.vísir/vilhelm Óttar Kolbeinsson Proppé er einn af unga hæfileikaríka fólkinu sem staðið hefur vaktina á fréttastofunni svo eftir var tekið og ráðinn til starfa á öðrum vettvangi. Hann starfar í dag við vernd íslenskunnar í menntamálaráðuneytinu.Vísir/vilhelm Skemmtileg mynd af Bjarna Einarssyni tökumanni og hjólabrettakappa.Vísir/vilhelm Sindri Sindrason og Edda Andrésdóttir fara yfir málin.Vísir/vilhelm Sigurjóni Guðna Ólasyni líður best á Borgarfirði eystra en næstbest á bak við tökuvélina.Vísir/vilhelm Skemmtileg mynd Villa ljósmyndara af Eddu og Elísabetu.vísir/vilhelm Unnur, Fanndís og Aníta á góðri stundu.Vísir/vilhelm Egill Aðalsteinsson tökumaður hefur staðið í eldlínunni frá stofnun Stöðvar 2 árið 1986. Hér bíður hann eftir ráðherrum í samnefndum bústað við Tjarnargötu.vísir/vilhelm Snorri Másson, umsjónarmaður Íslands í dag, og Einar Árnason tökumaður hafa unnið vel og mikið saman undanfarin ár.Vísir/vilhelm Örvar Hafþórsson framleiðandi stýrir hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf og svo kvöldfréttunum sex og hálfum tíma síðar.Vísir/vilhelm Eiki hljóðmaður er alltaf í góðu stuði.Vísir/Vilhelm Ása Ninna Pétursdóttir hefur haldið úti Makamálum á Vísi. Í dag stýrir hún Bakaríinu á Bylgjunni á laugardögum sem er í beinni á Vísi. Þar má nálgast allar upptökur af þáttunum.vísir/vilhelm Telma Tómasson, Hallgerður Kolbrún, Fanndís Birna, Hjalti Freyr, Vésteinn Örn og Árni Sæbegr í kveðjuhófi Eddu Andrésdóttur.Vísir/Vilhelm Elísabet Inga, Þorgeir Ástvaldsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir.Vísir/Vilhelm Jón Ívars, Guðni Johnsen, feðgarnir Arnar og Ívar og Þórður Heiðar Jónsson eru hluti af mönnunum á bak við tjöldin á fréttastofunni.Vísir/vilhelm Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari er yfirleitt hinum megin við linsuna. Hann myndast þó afar vel eins og myndefnið hans.Vísir/Egill Edda Andrésdóttir og Þorgeir Ástvaldsson sem stýrði Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Vísi auk þess sem þar er hægt að hlusta á þá í beinni útsendingu.Vísir/Vilhelm Sara Rut Fannarsdóttir og Hjalti Freyr Ragnarsson brjóta um Vísis og sjá um grafík fyrir fréttastofu Stöð 2.Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Vilhelm Kolbeinn Tumi Daðason hefur verið fréttastjóri Vísis undanfarin níu ár.Vísir/Vilhelm Morgunfundirnir geta tekið á. Stefán Óli Jónsson, Kjartan Kjartansson, Birgir Olgeirsson og Samúel Karl fara yfir stöðuna.vísir/jakob Segið svo að íþróttafréttamenn grípi aldrei í bók. Hér má sjá þá Henry Birgi og Guðjón Guðmundsson kynna sér það sem uppúr stendur í jólabókaflóðinu.vísir/jakob Vestfirðingarnir Heimir Már og Samúel Karl fara yfir málin á gólfinu í Skaftahlíð.vísir/jakob Vísismenn fylgdust vel með sólmyrkva sem var 2015 en þarna má sjá þau Stefán Árna Pálsson, sem reyndar er búinn að fá nóg og gengur í hús, Tryggva Ólafsson upplýsingaarkítekt, Aðalstein Kjartansson og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur rýna til himins í gegnum sérhönnuð skyggni sem dreift var af þessu tilefni.vísir/Jóhannes K. Kristjánsson
Að morgni dags eftir stóran hvell Þjóðfélagsumræðan hefur gjörbreyst en fjölmiðlar ekki á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að Vísir.is fór í loftið. 31. mars 2023 08:00