Richarlison neitar því að hafa leitt uppreisn gegn Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 13:00 Antonio Conte með Richarlison. Getty/Clive Rose Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison var mjög ósáttur með þær vangaveltur að hann hafi eitthvað haft með það að gera að Antonio Conte hætti sem knattspyrnustjóri Tottenham. Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira