„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 13:04 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræddi um skipunina á Karli Gauta Hjaltasyni í Silfrinu á RÚV. Vísir/Jóhann/Vilhelm Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa. Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa.
Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira