Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 13:19 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira