Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola Máni Snær Þorláksson skrifar 4. apríl 2023 16:42 Caterina Scorsone er þakklát fyrir að hafa náð að koma sér og börnunum sínum út. Hún syrgir þó gæludýrin sín sem ekki tókst að bjarga úr eldsvoðanum. IMDB/Instagram Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum. „Ég hafði um tvær mínútur til að koma börnunum mínum þremur úr húsinu,“ segir Scorsone í Instagram-færslunni. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Amelia Shepherd í Grey's Anatomy, segir að hún og börnin sín hafi ekki einu sinni náð að klæða sig í skó þegar þau hlupu út úr húsinu. Scorsone tók eftir því að kviknað væri í húsinu á meðan hún var að gera börnin sín klár fyrir háttinn. Þau voru í baðherberginu þegar hún tók eftir reyknum. Hún fór fram á gang og sá þykkan og svartan reyk sem fyllti húsið. „Við náðum að komast út og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Sem fyrr segir tókst þó ekki að bjarga gæludýrunum á heimilinu. „Við erum ennþá að jafna okkur á þeim missi en við erum heppin að hafa fengið að elska þau öll,“ segir Scorsone. View this post on Instagram A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) Þakklát fyrir hjálpina Leikkonan segist ekki hafa ákveðið að birta færsluna til að fjalla um eldinn heldur til að segja frá allri hjálpinni sem þau fengu í kjölfar hans. „Þetta er færsla um samfélag. Þetta er ástarbréf til alls frábæra fólksins sem kom og alla ótrúlegu hlutina sem þau gerðu,“ segir hún. Þá sendir hún slökkviliðsmönnunum og lögreglunni þakkir sem og nágrannanum sínum sem svaraði er þau bönkuðu á dyr hans þarna um kvöldið. Einnig þakkar hún foreldrum barnanna sem eru með hennar börnum í skóla en hún segir þá hafa sent leikföng og bækur til barnanna sinna. Því næst þakkar hún vinum sínum sem koma að gerð sjónvarpsþáttanna Grey's Anatomy og Shondaland og sendu fjölskyldunni föt og fleiri hluti. Svo þakkar hún systrum sínum og teyminu sínu fyrir hjálpina þeirra. „Það eina sem skiptir máli er samfélagið. Við værum ekki hérna án þeirra og við erum svo þakklát. Takk fyrir.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
„Ég hafði um tvær mínútur til að koma börnunum mínum þremur úr húsinu,“ segir Scorsone í Instagram-færslunni. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Amelia Shepherd í Grey's Anatomy, segir að hún og börnin sín hafi ekki einu sinni náð að klæða sig í skó þegar þau hlupu út úr húsinu. Scorsone tók eftir því að kviknað væri í húsinu á meðan hún var að gera börnin sín klár fyrir háttinn. Þau voru í baðherberginu þegar hún tók eftir reyknum. Hún fór fram á gang og sá þykkan og svartan reyk sem fyllti húsið. „Við náðum að komast út og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Sem fyrr segir tókst þó ekki að bjarga gæludýrunum á heimilinu. „Við erum ennþá að jafna okkur á þeim missi en við erum heppin að hafa fengið að elska þau öll,“ segir Scorsone. View this post on Instagram A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) Þakklát fyrir hjálpina Leikkonan segist ekki hafa ákveðið að birta færsluna til að fjalla um eldinn heldur til að segja frá allri hjálpinni sem þau fengu í kjölfar hans. „Þetta er færsla um samfélag. Þetta er ástarbréf til alls frábæra fólksins sem kom og alla ótrúlegu hlutina sem þau gerðu,“ segir hún. Þá sendir hún slökkviliðsmönnunum og lögreglunni þakkir sem og nágrannanum sínum sem svaraði er þau bönkuðu á dyr hans þarna um kvöldið. Einnig þakkar hún foreldrum barnanna sem eru með hennar börnum í skóla en hún segir þá hafa sent leikföng og bækur til barnanna sinna. Því næst þakkar hún vinum sínum sem koma að gerð sjónvarpsþáttanna Grey's Anatomy og Shondaland og sendu fjölskyldunni föt og fleiri hluti. Svo þakkar hún systrum sínum og teyminu sínu fyrir hjálpina þeirra. „Það eina sem skiptir máli er samfélagið. Við værum ekki hérna án þeirra og við erum svo þakklát. Takk fyrir.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira