Arnar óskar eftir Silfurskeiðinni: Verðum að fá meiri stuðning á föstudaginn langa Andri Már Eggertsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann Val afar óvænt í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum í Origo-höllinni. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn en sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik. „Við hittum mikið ofan í og vorum með góða skotnýtingu sem þarf að halda áfram gegn Val. Við verðum að bæta við okkur snúningi fyrir næsta leik því einvígið verður svo sannarlega ekki auðveldara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigur gegn Val. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna síðustu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta en Hlynur Bæringsson endaði á að gera flautukörfu fyrir aftan miðju sem kveikti í Stjörnunni. „Hlynur var betri á vítalínunni hjá okkar körfu heldur hinni þar sem hann klikkaði á tveimur vítum í lokin. Ég segi svona en svona gefur alltaf smá orku og sérstaklega þegar það koma kaflar þar sem við vorum í vandræðum.“ Arnar Guðjónsson sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik Stjörnunnar og Vals í Garðabænum sem fer fram á föstudaginn langa. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá fleiri stuðningsmenn á næsta leik gegn ValVísir/Bára Dröfn „Núna þurfum við að safna kröftum og fá allt okkar fólk með okkur. Núna þarf Silfurskeiðin að keyra sig í gang. Þeir munu vonandi keyra sig í gang á föstudaginn langa og gera allt vitlaust því við verðum að fá meiri stuðning heldur en við fengum í kvöld.“ Armani T´bori Moore fór á kostum í kvöld og gerði 17 stig. Arnar sagði að þetta væri einn af hans bestu leikjum fyrir Stjörnuna en Armani hefur einnig verið að glíma við meiðsli. „Þetta og leikurinn gegn Tindastóli eru hans bestu leikir. Það tók hann tíma að ná sér eftir að hann meiddist í baki gegn Hetti en hann var góður í kvöld.“ „Frammistaða Armani kom okkur ekki á óvart við vissum að hann þurfti tíma til að koma sér í gang eftir að hann meiddist gegn Hetti og hann þarf að halda áfram að spila vel eins og fleiri,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Við hittum mikið ofan í og vorum með góða skotnýtingu sem þarf að halda áfram gegn Val. Við verðum að bæta við okkur snúningi fyrir næsta leik því einvígið verður svo sannarlega ekki auðveldara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigur gegn Val. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna síðustu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta en Hlynur Bæringsson endaði á að gera flautukörfu fyrir aftan miðju sem kveikti í Stjörnunni. „Hlynur var betri á vítalínunni hjá okkar körfu heldur hinni þar sem hann klikkaði á tveimur vítum í lokin. Ég segi svona en svona gefur alltaf smá orku og sérstaklega þegar það koma kaflar þar sem við vorum í vandræðum.“ Arnar Guðjónsson sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik Stjörnunnar og Vals í Garðabænum sem fer fram á föstudaginn langa. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá fleiri stuðningsmenn á næsta leik gegn ValVísir/Bára Dröfn „Núna þurfum við að safna kröftum og fá allt okkar fólk með okkur. Núna þarf Silfurskeiðin að keyra sig í gang. Þeir munu vonandi keyra sig í gang á föstudaginn langa og gera allt vitlaust því við verðum að fá meiri stuðning heldur en við fengum í kvöld.“ Armani T´bori Moore fór á kostum í kvöld og gerði 17 stig. Arnar sagði að þetta væri einn af hans bestu leikjum fyrir Stjörnuna en Armani hefur einnig verið að glíma við meiðsli. „Þetta og leikurinn gegn Tindastóli eru hans bestu leikir. Það tók hann tíma að ná sér eftir að hann meiddist í baki gegn Hetti en hann var góður í kvöld.“ „Frammistaða Armani kom okkur ekki á óvart við vissum að hann þurfti tíma til að koma sér í gang eftir að hann meiddist gegn Hetti og hann þarf að halda áfram að spila vel eins og fleiri,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira