Rafíþróttir

Framhaldsskólaleikarnir í beinni: Sæti í úrslitum í boði

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
risi-fris-2022-game-preview--94b939ea-435b-47a0-8157-60a96a51b6bf

Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir ríkjandi meisturum Tæknsiskólans í seinni undanúrslitaviðureign Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands, FRÍS, í kvöld. Sigurvegarinn mætir FVA í úrslitum.

Tækniskólinn hefur fagnað sigri á Framhaldsskólaleikunum bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir og skólinn ætlar sér að tryggja sér sigur þriðja árið í röð. FSu er hins vegar að stefna á sæti í úrslitum í fyrsta sinn.

Keppt er í CS:GO, valorant og Rocket League, en beina útsendingu má sjá á Stöð 2 eSport eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.






×