Reuters greinir frá þessu. Þar segir að hinn 86 ára gamli Berlusconi hafi í gegnum árin átt við heilsufarslegan vanda að stríða en fyrir einungis viku síðan var hann innritaður inn á sama spítala vegna annarra vandræða.
„Hann er klettur, svo hann mun einnig lifa þetta af,“ sagði Paolo, bróðir Berlusconi, í samtali við fjölmiðla í gær er hann gekk af spítalanum.
Berlusconi er forseti Forza Italia flokksins sem er í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum forsætisráðherrans Giorgia Meloni og samgöngumálaráðherrans Matteo Salvini. Berlusconi er þó sjálfur ekki í ráðherraembætti.