9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 10:29 Nauðungarlyfjagjafir eru hlutfallslega flestar á virkum dögum á milli klukkan 10 og 13 og ná hámarki klukkan 22. Vísir/Vilhelm Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira