FVA leikur til úrslita annað árið í röð: „Eina sem skiptir máli er að vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2023 16:31 FVA mætir FSu í úrslitum FRÍS í kvöld. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, FVA, er kominn í úrslit Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands í annað sinn á jafn mörgum árum, en skólinn mætir FSu í kvöld. Gabríel Ómar Hermannsson, liðsmaður FVA, segir að liðið ætli sér að klára dæmið frá því í fyrra. „Þetta leggst bara mjuög vel í okkur. Við erum mjög spennt og við erum núna í dag búin að mæta í skólann og stoppa fólk á göngunum og minna þau á að mæta í kvöld. Það eru allir rosalega peppaðir í þetta og við mætum með fullt af stemningu með okkur held ég,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi í morgun. „Höfum engar áhyggjur af þessu“ Þá segir Gabríel að æfingar hafi gengið vel, en telur þó að liðsmenn FSu gætu hafa fengið ákveðið forskot með því að hittast og æfa saman í Arena. „Við æfum bara mest heima hjá okkur og komum og keppum þar. Það gæti verið svolítið forskot fyrir FSu af því að við fylgjumst með öllu á samfélagsmiðlum og þeir eru búnir að vera þarna að æfa. En við höfum engar áhyggjur af þessu.“ „Við æfum sirka þriðja hvert kvöld í þrjá til fjóra tíma í senn. Þá erum við bara að spila saman og skipuleggja leikinn.“ Spila til úrslita annað árið í röð Eins og áður segir hafa Gabríel og liðsfélagar hans staðið í ströngu við það að stöðva fólk á göngum skólans í morgun til að minna á úrslitin í kvöld og Gabríel segir að stemningin í skólanum sé mikil. „Fólk bíður spennt eftir kvöldinu. Þeir sem mæta ekki upp í hús fylgjast með þessu í símanum sínum.“ Þetta er annað árið í röð sem FVA kemst í úrslit FRÍS, en skólinn mátti þola tap gegn Tækniskólanum í fyrra. Liðið bjóst við því að mæta Tækniskólanum aftur í ár og fá þannig tækifæri til að hefna fyrir tapið, en Gabríel segir að hungrið til að vinna sé ekkert minna þó andstæðingurinn sé ekki sá sami. „Við töpuðum í fyrra á móti Tækniskólanum og það var bara mjög svekkjandi tap í Rocket League, mjög tæpur leikur. Þannig við vorum svolítið spennt fyrir því að mæta þeim aftur og taka þá þetta árið, en við fáum það ekki. En við tökum þá bara FSu sem eru núna nýliðar eins og við vorum í fyrra. Við reynum að halda þessu spennandi en samt fá að halda á bikarnum í lok dags.“ Hafa skoðað andstæðingin vel Þá segir Gabríel að hann og hans liðsfélagar hafi fylgst vel með leikjum FSu fram að þessu og þó það sé eðlilega ný ógn að fá nýtt lið alla leið í úrslit séu liðsmenn FVA tilbúnir í slaginn. „Þeir koma inn mjög sterkir og komast í úrslitin. Það er náttúrulega alltaf ógn í því að fá eitthvað nýtt inn í spilið, en við höfum fylgst með öllum leikjum fram að deginum í dag þannig við höfum ákveðnar hugmyndir um það hvernig við ætlum að spila þetta gegn þeim.“ „Nú er það bara að vinna. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Gabríel að lokum. Úrslitaviðureign FSu og FVA verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi, en útsendingin hefst klukkan 19.30. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn
„Þetta leggst bara mjuög vel í okkur. Við erum mjög spennt og við erum núna í dag búin að mæta í skólann og stoppa fólk á göngunum og minna þau á að mæta í kvöld. Það eru allir rosalega peppaðir í þetta og við mætum með fullt af stemningu með okkur held ég,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi í morgun. „Höfum engar áhyggjur af þessu“ Þá segir Gabríel að æfingar hafi gengið vel, en telur þó að liðsmenn FSu gætu hafa fengið ákveðið forskot með því að hittast og æfa saman í Arena. „Við æfum bara mest heima hjá okkur og komum og keppum þar. Það gæti verið svolítið forskot fyrir FSu af því að við fylgjumst með öllu á samfélagsmiðlum og þeir eru búnir að vera þarna að æfa. En við höfum engar áhyggjur af þessu.“ „Við æfum sirka þriðja hvert kvöld í þrjá til fjóra tíma í senn. Þá erum við bara að spila saman og skipuleggja leikinn.“ Spila til úrslita annað árið í röð Eins og áður segir hafa Gabríel og liðsfélagar hans staðið í ströngu við það að stöðva fólk á göngum skólans í morgun til að minna á úrslitin í kvöld og Gabríel segir að stemningin í skólanum sé mikil. „Fólk bíður spennt eftir kvöldinu. Þeir sem mæta ekki upp í hús fylgjast með þessu í símanum sínum.“ Þetta er annað árið í röð sem FVA kemst í úrslit FRÍS, en skólinn mátti þola tap gegn Tækniskólanum í fyrra. Liðið bjóst við því að mæta Tækniskólanum aftur í ár og fá þannig tækifæri til að hefna fyrir tapið, en Gabríel segir að hungrið til að vinna sé ekkert minna þó andstæðingurinn sé ekki sá sami. „Við töpuðum í fyrra á móti Tækniskólanum og það var bara mjög svekkjandi tap í Rocket League, mjög tæpur leikur. Þannig við vorum svolítið spennt fyrir því að mæta þeim aftur og taka þá þetta árið, en við fáum það ekki. En við tökum þá bara FSu sem eru núna nýliðar eins og við vorum í fyrra. Við reynum að halda þessu spennandi en samt fá að halda á bikarnum í lok dags.“ Hafa skoðað andstæðingin vel Þá segir Gabríel að hann og hans liðsfélagar hafi fylgst vel með leikjum FSu fram að þessu og þó það sé eðlilega ný ógn að fá nýtt lið alla leið í úrslit séu liðsmenn FVA tilbúnir í slaginn. „Þeir koma inn mjög sterkir og komast í úrslitin. Það er náttúrulega alltaf ógn í því að fá eitthvað nýtt inn í spilið, en við höfum fylgst með öllum leikjum fram að deginum í dag þannig við höfum ákveðnar hugmyndir um það hvernig við ætlum að spila þetta gegn þeim.“ „Nú er það bara að vinna. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Gabríel að lokum. Úrslitaviðureign FSu og FVA verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi, en útsendingin hefst klukkan 19.30.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn