Íslendingur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Flórída: „Ég vildi ekki gera þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2023 12:39 Þann 7. október síðastliðinn komst kviðdómur í málinu að þeirri niðurstöðu að Stefán væri sekur um morð af annarri gráðu. Þann 6. mars síðastliðinn dæmdi dómari í málinu Stefán í lífstíðarfangelsi. Escambia County Jail/WKRG News 31 árs íslenskur karlmaður, Stefán Gíslason, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída, fyrir að hafa orðið karlmanni að bana árið 2020. Dómur var kveðinn upp í Escambia Circuit Court í Pensacola þann 6. mars síðastliðinn. Það var í apríl 2020 sem greint var frá því að 28 ára gamall Íslendingur hefði verið handtekinn í Pensacola í Flórída, grunaður um að hafa skotið mann til bana. Fram kom að hinn látni, hinn 32 ára gamli Dillon Shanks, hefði verið gestkomandi á heimili Íslendingsins. Fram kom í fréttum bandarískra fjölmiðla að Íslendingurinn hefði tilkynnt um andlát mannsins um nóttina og sagt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hins vegar hefðu tvö vitni gefið sig fram og var framburður þeirra þannig að lögregla taldi ólíklegt að um sjálfsvíg væri að ræða og handtók Íslendinginn. Með langan sakaferil að baki Í frétt DV frá 22. apríl 2020 er bakgrunnur Stefáns rakinn. Stefán fæddist á Íslandi árið 1991 en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna aðeins hálfs mánaðar gamall. Hefur hann búið alla ævi í Pensacola í Flórída. Móðir Stefáns er fimmtug og faðir hans 55 ára og hefur fjölskyldan búið í Pensacola allar götur síðan árið 1991. Faðir Stefáns er hagfræðingur og háskólakennari. Meirihluti stórfjölskyldunnar býr hins vegar á Íslandi. Fram kom í frétt DV að ættingjar Stefáns hefðu sáralítið viljað láta hafa eftir sér um málið. Það væri hræðilegt fyrir alla í fjölskyldunni og hefði komið öllum í opna skjöldu. Stefán á nokkurn sakaferil að baki. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar í nóvember árið 2018. Þá hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur, vopnaburð og fyrir að flýja af vettvangi umferðaróhapps. Í byrjun október 2019 var Stefán handtekinn vegna skilorðsrofs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Stefán var ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Réttarhöld í málinu hófust seint á síðasta ári. Í opnunarræðu sinni fyrir kviðdómi sagði Matt Gordon, aðstoðarsaksóknari að málið væri „grafalvarlegt.“ „Það snýst um gjörðir sem höfðu grimmilegar afleiðingar; tekið var í gikk skotvopns og lífi manneskju eytt.“ Í opnunarræðu Gordon kom fram að Stefán hefði skotið í hnakkann á Dillon Shanks, á meðan Shanks reyndi að yfirgefa íbúðina í kjölfar rifrildis þeirra á milli. Tvö vitni voru kölluð fyrir dóminn. Um er að ræða þau Brittany Johnson, fyrrverandi kærustu Stefáns, og karlmaðurinn Michael Marshall. Bæði voru stödd fyrir utan íbúðina þegar þau heyrðu hleypt af byssu. Þau tjáðu lögreglu að þau hefðu séð Stefán halda á skotvopni á meðan hann og Dillon Shanks rifust. Brast í grát Lögmenn Stefáns héldu því fram fyrir dómi að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Samkvæmt framburði Stefáns voru hann og Shanks að slást um byssuna þegar skotinu var hleypt af. Fram kemur í fréttum bandarískra miðla að Stefán hafi brostið í grát í vitnastúkunni og sagt: „ Ég vildi ekki gera þetta. Mig langaði aldrei að verja mig á þennan hátt." Þann 7. október í fyrra komst kviðdómur í málinu að þeirri niðurstöðu að Stefán væri sekur um morð af annarri gráðu. Í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu í Flórída, sem gefin var út þann 7.mars síðastliðinn, kemur fram að sönnunargögn sem lögð voru fram fyrir dómi sýni fram á að Stefán hafi skotið Dillon Shanks. Fram kemur að Stefán hafi upphaflega tjáð lögreglu að Dillon Shanks hafi skotið sig sjálfur, en þegar honum hafi verið bent á staðsetningu skotsársins hafi hann borið fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Það var svo fyrir rúmum mánuði sem dómari í málinu dæmdi Stefán í lífstíðarfangelsi. Mun hann afplána dóminn í ríkisfangelsi í Flórída. Íslendingar erlendis Bandaríkin Erlend sakamál Lögreglumál Tengdar fréttir Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana. 22. apríl 2020 12:47 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Það var í apríl 2020 sem greint var frá því að 28 ára gamall Íslendingur hefði verið handtekinn í Pensacola í Flórída, grunaður um að hafa skotið mann til bana. Fram kom að hinn látni, hinn 32 ára gamli Dillon Shanks, hefði verið gestkomandi á heimili Íslendingsins. Fram kom í fréttum bandarískra fjölmiðla að Íslendingurinn hefði tilkynnt um andlát mannsins um nóttina og sagt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hins vegar hefðu tvö vitni gefið sig fram og var framburður þeirra þannig að lögregla taldi ólíklegt að um sjálfsvíg væri að ræða og handtók Íslendinginn. Með langan sakaferil að baki Í frétt DV frá 22. apríl 2020 er bakgrunnur Stefáns rakinn. Stefán fæddist á Íslandi árið 1991 en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna aðeins hálfs mánaðar gamall. Hefur hann búið alla ævi í Pensacola í Flórída. Móðir Stefáns er fimmtug og faðir hans 55 ára og hefur fjölskyldan búið í Pensacola allar götur síðan árið 1991. Faðir Stefáns er hagfræðingur og háskólakennari. Meirihluti stórfjölskyldunnar býr hins vegar á Íslandi. Fram kom í frétt DV að ættingjar Stefáns hefðu sáralítið viljað láta hafa eftir sér um málið. Það væri hræðilegt fyrir alla í fjölskyldunni og hefði komið öllum í opna skjöldu. Stefán á nokkurn sakaferil að baki. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar í nóvember árið 2018. Þá hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur, vopnaburð og fyrir að flýja af vettvangi umferðaróhapps. Í byrjun október 2019 var Stefán handtekinn vegna skilorðsrofs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Stefán var ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Réttarhöld í málinu hófust seint á síðasta ári. Í opnunarræðu sinni fyrir kviðdómi sagði Matt Gordon, aðstoðarsaksóknari að málið væri „grafalvarlegt.“ „Það snýst um gjörðir sem höfðu grimmilegar afleiðingar; tekið var í gikk skotvopns og lífi manneskju eytt.“ Í opnunarræðu Gordon kom fram að Stefán hefði skotið í hnakkann á Dillon Shanks, á meðan Shanks reyndi að yfirgefa íbúðina í kjölfar rifrildis þeirra á milli. Tvö vitni voru kölluð fyrir dóminn. Um er að ræða þau Brittany Johnson, fyrrverandi kærustu Stefáns, og karlmaðurinn Michael Marshall. Bæði voru stödd fyrir utan íbúðina þegar þau heyrðu hleypt af byssu. Þau tjáðu lögreglu að þau hefðu séð Stefán halda á skotvopni á meðan hann og Dillon Shanks rifust. Brast í grát Lögmenn Stefáns héldu því fram fyrir dómi að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Samkvæmt framburði Stefáns voru hann og Shanks að slást um byssuna þegar skotinu var hleypt af. Fram kemur í fréttum bandarískra miðla að Stefán hafi brostið í grát í vitnastúkunni og sagt: „ Ég vildi ekki gera þetta. Mig langaði aldrei að verja mig á þennan hátt." Þann 7. október í fyrra komst kviðdómur í málinu að þeirri niðurstöðu að Stefán væri sekur um morð af annarri gráðu. Í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu í Flórída, sem gefin var út þann 7.mars síðastliðinn, kemur fram að sönnunargögn sem lögð voru fram fyrir dómi sýni fram á að Stefán hafi skotið Dillon Shanks. Fram kemur að Stefán hafi upphaflega tjáð lögreglu að Dillon Shanks hafi skotið sig sjálfur, en þegar honum hafi verið bent á staðsetningu skotsársins hafi hann borið fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Það var svo fyrir rúmum mánuði sem dómari í málinu dæmdi Stefán í lífstíðarfangelsi. Mun hann afplána dóminn í ríkisfangelsi í Flórída.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Erlend sakamál Lögreglumál Tengdar fréttir Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana. 22. apríl 2020 12:47 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana. 22. apríl 2020 12:47