Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 07:01 Blóðsýni eru tekin tvisvar á ári úr björnunum, þegar þeir eru í dvala og þegar þeir eru virkir. Högskolen in innlandet Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf. Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf.
Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira