„Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni.
Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg.
„Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á um 100 starfsmenn,“ segir í tilkynningunni. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir.
Nánari upplýsingar um áhrif uppsagnanna á starfsemi og þjónustu verða kynntar síðar. Stjórnendur sveitarfélagsins munu ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.