Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 20:12 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í gær, þriðjudag. vísir/vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023 Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49