Leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafa Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:37 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur ákveðið að leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna Vísir/Tryggvi Innheimtustofnun sveitarfélaga mun leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna sem stofnunin innheimti frá nóvember 2018 til desembers 2021. Leiðréttingarnar eru alls 906 og nemur heildarupphæð endurgreiðslna um 70 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun. Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun.
Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20