Eftir að hafa byrjað betur misstu gestirnir í PAUC tökin á leiknum og heimamenn tóku forystuna sem þeir áttu aldrei eftir að láta af hendi. Mest náðu heimamenn fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en það var einmitt með seinasta marka hálfleiksins og staðan var 16-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Þrátt fyrir að hafa náð að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum í seinni hálfleik voru Kristján og félagar þó aldrei líklegir til að stela sigrinum. Heimamenn náðu mest sex marka forskoti og unnu að lokum þriggja marka sigur, 33-30.
Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk í kvöld. PAUC situr nú í níunda sæti deildarinnar með 22 stig eftir 25 leiki, tveimur stigum á eftir Limoges sem situr í sjöunda sæti.