„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2023 11:30 Dagbjört Dögg Karlsdóttir Vísir/Hulda Margrét Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. „Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
„Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira