ÍBV tók hornspyrnu sem Blikar hreinsuðu í burtu. Eyjamenn sendu boltann aftur inn á teiginn á fjærstöngina þar sem Damir Muminovic, varnarmaður Blika, var einn á móti fjórum varnarmönnum.
„Dekkningin fín, hreinsunin út var fín en svo vaða þeir blindandi og skilja eftir fjóra leikmenn á móti Damir,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir leikinn að þeir hafi átt í vandræðum með föstu leikatriðin varnarlega.
Varnarleikur Breiðabliks var lélegur á móti HK í fyrstu umferð þegar þeir fengu á sig fjögur mörk. Á móti Val í annarri umferð héldu þeir hreinu en svo var varnarleikur þeirra aftur kominn í ólag úti í Vestmannaeyjum.
„Óskar verður ekki ánægður með þetta,“ sagði Lárus.
Fyrir leik Blika gegn Fram á föstudaginn í Bestu deildinni mun Óskar Hrafn eflaust fara vel yfir varnarleikinn, bæði í föstum leikatriðum og opnum leik.