„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 09:02 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/arnar Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar. Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar.
Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti