Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár: „Eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. apríl 2023 21:00 Söngkonan Diljá Pétursdóttir hefur sankað að sér reynslu úr hinum ýmsu áttum þrátt fyrir ungan aldur. Skjáskot-Vísir/Hulda Margrét Það er óhætt að segja að hin kraftmikla og hæfileikaríka Diljá Pétursdóttir hafi sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðustu mánuðum en hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins og mun því keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd eftir aðeins örfáa daga. Það eru þó eflaust fáir sem vita að Söngvakeppnin var ekki fyrsta keppnin sem Diljá reyndi við. Hún hafði áður reynt fyrir sér í Ísland Got Talent, Jólastjörnunni og sænska Idolinu - en kvíðinn flæktist fyrir henni. Vissi að hún myndi keppa í Eurovision einn daginn „Ég byrjaði bara strax að syngja og var alveg gríðarlega pirrandi krakki,“ segir hin 21 árs gamla Diljá sem var viðmælandi í hlaðvarpinu Norminu nú á dögunum. Þar sagði hún meðal annars frá því að sem barn hefði hún verið búin að sjá það fyrir sér að hún myndi einn daginn keppa í Eurovision. „Árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún tekur Is It True? þá hugsaði ég: Vá þetta er kúl, ég ætla að gera þetta. Svo hefur sú hugsun bara aldrei farið.“ Á hverju ári horfði hún á keppnina og hugsaði með sér að einn daginn yrði það hún sem myndi standa á sviðinu. Sá draumur rætist eftir tvær vikur þegar Diljá stígur á svið fyrir Íslands hönd með lagið Power. View this post on Instagram A post shared by Dilja Pe tursdóttir (@diljap) Söng fyrir Eyþór Inga 11 ára gömul en syngur nú með honum Þrátt fyrir að Diljá sé afslöppuð og örugg uppi á sviði í dag hefur það ekki alltaf verið raunin. Ferðalagið sem leiddi hana í átt að Eurovision hefur í raun verið langt og strangt og mætti segja að hún hafi verið að undirbúa sig fyrir þetta verkefni alla ævi. Diljá var aðeins ellefu ára gömul þegar hún keppti í Jólastjörnunni sem sýnd var á Stöð 2. Jólastjarnan er árleg söngkeppni fyrir börn þar sem leitað er að ungum söngvara sem fær að koma fram á Jólagestum Björgvins. Diljá flutti lögin Eitt sinn rétt fyrir jólin og Ben fyrir dómnefndina sem var skipuð af þeim Björgvin Halldórssyni, Huldu Björk Garðarsdóttur, Gunnari Helgasyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, sem átti síðar eftir að vinna með Diljá. Hin unga Diljá stóð sig með prýði en var þó ekki valin Jólastjarnan það árið. Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd. Á því fyrra má sjá Diljá syngja fyrir Eyþór Inga í Jólastjörnunni. Í seinna myndbandinu spólum við tíu ár fram í tímann þar sem má sjá Diljá taka lagið með Eyþóri í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga. Heillaði Bubba upp úr skónum Diljá gafst ekki upp á draumnum því árið 2015 skaust hún fram á sjónarsviðið í hæfileikaþættinum Ísland Got Talent. Hún hafði reynt fyrir sér í sömu keppni árið áður en ekki komist í gegnum fyrstu áheyrnarprufur. Hún steig á svið og flutti lagið Broken Hearted fyrir þau Þorgerði Katrínu, Jón Jónsson, Selmu Björns og Bubba. Þrátt fyrir Diljá hafi upplifað yfirþyrmandi kvíða áður en hún steig á svið var flutningur hennar lýtalaus. Hún söng eins og engill og heillaði dómnefndina gjörsamlega upp úr skónum. „Mér fannst þú bókstaflega pínkulítið undur. Mér fannst æðislegur tónn í röddinni þinni. Þetta kom mér svo mikið á óvart að ég eiginlega trúi því varla sjálfur. Mér fannst þú, Diljá, alveg æðisleg,“ sagði Bubbi eftir flutninginn. Söngkona Selma Björns tók undir þau orð og sagði að Diljá væri stórkostleg. Niðurstaðan var fjórfalt „já“. Þegar út af sviðinu var komið brotnaði Diljá niður í fangi móður sinnar enda hafði stressið verið mikið og spennufallið því gríðarlegt. Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár Diljá hefur barist við mikinn kvíða í mörg ár. Þrátt fyrir að hún hafi ekki ætlað sér að leyfa kvíðanum að koma í veg fyrir það að hún léti söngkonudrauminn rætast, segir hún hann vissulega hafa rænt sig ánægjunni af því að koma fram. Á síðasta ári varð svo ákveðinn vendipunktur í lífi Diljár sem hún vill meina að eigi stóran þátt í því að hún hafi síðar sigrað Söngvakeppnina. „Ég tók þátt í Idol í Svíþjóð í fyrra. Það vita ekkert sérstaklega margir af því, því ég fékk ekki neitt screen-time. Þannig það einhvern veginn varð ekki neitt,“ segir hún. „Þetta var eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Idol ævintýrið kom þannig til að Diljá lá heima hjá sér með Covid um áramótin 2021-2022 og sá auglýsingu þar sem óskað var eftir keppendum í sænska Idolið. Skömmu áður hafði hinn íslenski Birkir Blær sigrað keppnina. „Ég hafði ekkert betra að gera þannig ég sendi inn einhver myndbönd af mér að syngja. Svo bara fer ég í einhverjar online prufur. Svo bara fékk ég símtalið og var spurð hvort ég gæti komið til Svíþjóðar eftir þrjá daga í prufur.“ Diljá ákvað að slá til enda bróðir hennar búsettur í Svíþjóð og því hentaði þetta ágætlega. „Ég kýldi bara á þetta og þetta var eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert. Af því ég var með svo, svo, svo mikinn kvíða. Þetta var alveg þannig kvíði að ég gat ekki sofið, ég gat eiginlega ekki borðað.“ View this post on Instagram A post shared by Dilja Pe tursdóttir (@diljap) Kvíðinn rændi hana gleðinni Kvíðinn olli henni mikilli vanlíðan á meðan á keppninni stóð og náði hún því ekki að njóta þess að láta þennan draum rætast. Henni tókst þó einhvern veginn að drösla sér í gegnum keppnina, eins og hún orðar það. Það var ekki fyrr en hún var komin heim aftur, eftir að keppninni var lokið, að hún áttaði sig á því hve skemmandi áhrif kvíðinn væri að hafa á líf hennar. „Ég hugsaði: Vá ég náði þannig séð að sóa þessu tækifæri af því að ég naut þess svona nánast ekki neitt, því ég var svo kvíðin. Minn kvíði er rosalega líkamlegur, þannig að þegar ég er kvíðin þá performa ég ekki eins vel og ég get gert.“ Bauð kvíðanum birginn Óttinn við það að mistakast var þannig farinn að valda því að hún gat ekki sungið eins vel og hún getur í raun og veru. Þessi hugljómun varð til þess að Diljá ákvað að bjóða kvíðanum birginn. „Þetta ljósaperumóment gerði það að verkum að ég hef ekki upplifað kvíða eftir þetta. Í Söngvakeppninni upplifði ég ekki kvíða, aldrei. Mér leið bara vel í öllu ferlinu,“ segir Diljá sem stendur í þeirri trú að sænska Idol ævintýrið hafi því átt sér stað af ástæðu. „Þarna fattaði ég að kvíðinn væri virkilega bara að skemma fyrir mér og ekkert annað og ég náði þá bara að breyta hugarfarinu mínu. Það er auðveldara að segja þetta en að raunverulega gera þetta, ég geri mér grein fyrir því.“ Sagði kvíðanum að drulla sér frá stýrinu Diljá mun stíga á svið í Eurovision-höllinni í Liverpool þann 11. maí næstkomandi með lagið Power. Lagið fjallar um það að bjóða skuggahliðum sínum birginn og taka valdið í eigin hendur - sem er afar táknrænt fyrir Diljá. Í íslenskum texta lagsins segir meðal annars: Ég tek aftur valdið sem ég gaf þér.Þú ert ekki lifandi inni í mér.Þú ert bara skugginn sem enginn sér.Og ég sleppi tökunum á þér. „Lagið fjallar um skuggana sem í mínu tilfelli eru kvíði og OCD. Ég er að segja þeim að drulla sér frá stýrinu af því ég ætla að taka valdið af þeim. Þannig það er alveg smá epic þó ég segi sjálf frá,“ segir þessi kraftmikla unga söngkona. „Þessir skuggar voru að skemma fyrir mér drauminn um að verða söngkona því ég var ekki að njóta ferlisins, en nú er ég búin að taka valdið af þeim.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan. Eurovision Tónlist Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Eyþór Ingi og Diljá fóru á kostum Á föstudagskvöldið síðasta var á dagskrá nýr þáttur af Kvöldstund með Eyþóri Inga og var gestur þáttarins sjálf Diljá Pétursdóttir. 3. apríl 2023 10:31 Diljá númer sjö í Eurovision Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 22. mars 2023 19:14 Diljá komin á toppinn Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum. 18. mars 2023 17:00 Diljá spáð áfram í úrslitin Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni. 7. mars 2023 12:05 Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Það eru þó eflaust fáir sem vita að Söngvakeppnin var ekki fyrsta keppnin sem Diljá reyndi við. Hún hafði áður reynt fyrir sér í Ísland Got Talent, Jólastjörnunni og sænska Idolinu - en kvíðinn flæktist fyrir henni. Vissi að hún myndi keppa í Eurovision einn daginn „Ég byrjaði bara strax að syngja og var alveg gríðarlega pirrandi krakki,“ segir hin 21 árs gamla Diljá sem var viðmælandi í hlaðvarpinu Norminu nú á dögunum. Þar sagði hún meðal annars frá því að sem barn hefði hún verið búin að sjá það fyrir sér að hún myndi einn daginn keppa í Eurovision. „Árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún tekur Is It True? þá hugsaði ég: Vá þetta er kúl, ég ætla að gera þetta. Svo hefur sú hugsun bara aldrei farið.“ Á hverju ári horfði hún á keppnina og hugsaði með sér að einn daginn yrði það hún sem myndi standa á sviðinu. Sá draumur rætist eftir tvær vikur þegar Diljá stígur á svið fyrir Íslands hönd með lagið Power. View this post on Instagram A post shared by Dilja Pe tursdóttir (@diljap) Söng fyrir Eyþór Inga 11 ára gömul en syngur nú með honum Þrátt fyrir að Diljá sé afslöppuð og örugg uppi á sviði í dag hefur það ekki alltaf verið raunin. Ferðalagið sem leiddi hana í átt að Eurovision hefur í raun verið langt og strangt og mætti segja að hún hafi verið að undirbúa sig fyrir þetta verkefni alla ævi. Diljá var aðeins ellefu ára gömul þegar hún keppti í Jólastjörnunni sem sýnd var á Stöð 2. Jólastjarnan er árleg söngkeppni fyrir börn þar sem leitað er að ungum söngvara sem fær að koma fram á Jólagestum Björgvins. Diljá flutti lögin Eitt sinn rétt fyrir jólin og Ben fyrir dómnefndina sem var skipuð af þeim Björgvin Halldórssyni, Huldu Björk Garðarsdóttur, Gunnari Helgasyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, sem átti síðar eftir að vinna með Diljá. Hin unga Diljá stóð sig með prýði en var þó ekki valin Jólastjarnan það árið. Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd. Á því fyrra má sjá Diljá syngja fyrir Eyþór Inga í Jólastjörnunni. Í seinna myndbandinu spólum við tíu ár fram í tímann þar sem má sjá Diljá taka lagið með Eyþóri í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga. Heillaði Bubba upp úr skónum Diljá gafst ekki upp á draumnum því árið 2015 skaust hún fram á sjónarsviðið í hæfileikaþættinum Ísland Got Talent. Hún hafði reynt fyrir sér í sömu keppni árið áður en ekki komist í gegnum fyrstu áheyrnarprufur. Hún steig á svið og flutti lagið Broken Hearted fyrir þau Þorgerði Katrínu, Jón Jónsson, Selmu Björns og Bubba. Þrátt fyrir Diljá hafi upplifað yfirþyrmandi kvíða áður en hún steig á svið var flutningur hennar lýtalaus. Hún söng eins og engill og heillaði dómnefndina gjörsamlega upp úr skónum. „Mér fannst þú bókstaflega pínkulítið undur. Mér fannst æðislegur tónn í röddinni þinni. Þetta kom mér svo mikið á óvart að ég eiginlega trúi því varla sjálfur. Mér fannst þú, Diljá, alveg æðisleg,“ sagði Bubbi eftir flutninginn. Söngkona Selma Björns tók undir þau orð og sagði að Diljá væri stórkostleg. Niðurstaðan var fjórfalt „já“. Þegar út af sviðinu var komið brotnaði Diljá niður í fangi móður sinnar enda hafði stressið verið mikið og spennufallið því gríðarlegt. Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár Diljá hefur barist við mikinn kvíða í mörg ár. Þrátt fyrir að hún hafi ekki ætlað sér að leyfa kvíðanum að koma í veg fyrir það að hún léti söngkonudrauminn rætast, segir hún hann vissulega hafa rænt sig ánægjunni af því að koma fram. Á síðasta ári varð svo ákveðinn vendipunktur í lífi Diljár sem hún vill meina að eigi stóran þátt í því að hún hafi síðar sigrað Söngvakeppnina. „Ég tók þátt í Idol í Svíþjóð í fyrra. Það vita ekkert sérstaklega margir af því, því ég fékk ekki neitt screen-time. Þannig það einhvern veginn varð ekki neitt,“ segir hún. „Þetta var eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Idol ævintýrið kom þannig til að Diljá lá heima hjá sér með Covid um áramótin 2021-2022 og sá auglýsingu þar sem óskað var eftir keppendum í sænska Idolið. Skömmu áður hafði hinn íslenski Birkir Blær sigrað keppnina. „Ég hafði ekkert betra að gera þannig ég sendi inn einhver myndbönd af mér að syngja. Svo bara fer ég í einhverjar online prufur. Svo bara fékk ég símtalið og var spurð hvort ég gæti komið til Svíþjóðar eftir þrjá daga í prufur.“ Diljá ákvað að slá til enda bróðir hennar búsettur í Svíþjóð og því hentaði þetta ágætlega. „Ég kýldi bara á þetta og þetta var eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert. Af því ég var með svo, svo, svo mikinn kvíða. Þetta var alveg þannig kvíði að ég gat ekki sofið, ég gat eiginlega ekki borðað.“ View this post on Instagram A post shared by Dilja Pe tursdóttir (@diljap) Kvíðinn rændi hana gleðinni Kvíðinn olli henni mikilli vanlíðan á meðan á keppninni stóð og náði hún því ekki að njóta þess að láta þennan draum rætast. Henni tókst þó einhvern veginn að drösla sér í gegnum keppnina, eins og hún orðar það. Það var ekki fyrr en hún var komin heim aftur, eftir að keppninni var lokið, að hún áttaði sig á því hve skemmandi áhrif kvíðinn væri að hafa á líf hennar. „Ég hugsaði: Vá ég náði þannig séð að sóa þessu tækifæri af því að ég naut þess svona nánast ekki neitt, því ég var svo kvíðin. Minn kvíði er rosalega líkamlegur, þannig að þegar ég er kvíðin þá performa ég ekki eins vel og ég get gert.“ Bauð kvíðanum birginn Óttinn við það að mistakast var þannig farinn að valda því að hún gat ekki sungið eins vel og hún getur í raun og veru. Þessi hugljómun varð til þess að Diljá ákvað að bjóða kvíðanum birginn. „Þetta ljósaperumóment gerði það að verkum að ég hef ekki upplifað kvíða eftir þetta. Í Söngvakeppninni upplifði ég ekki kvíða, aldrei. Mér leið bara vel í öllu ferlinu,“ segir Diljá sem stendur í þeirri trú að sænska Idol ævintýrið hafi því átt sér stað af ástæðu. „Þarna fattaði ég að kvíðinn væri virkilega bara að skemma fyrir mér og ekkert annað og ég náði þá bara að breyta hugarfarinu mínu. Það er auðveldara að segja þetta en að raunverulega gera þetta, ég geri mér grein fyrir því.“ Sagði kvíðanum að drulla sér frá stýrinu Diljá mun stíga á svið í Eurovision-höllinni í Liverpool þann 11. maí næstkomandi með lagið Power. Lagið fjallar um það að bjóða skuggahliðum sínum birginn og taka valdið í eigin hendur - sem er afar táknrænt fyrir Diljá. Í íslenskum texta lagsins segir meðal annars: Ég tek aftur valdið sem ég gaf þér.Þú ert ekki lifandi inni í mér.Þú ert bara skugginn sem enginn sér.Og ég sleppi tökunum á þér. „Lagið fjallar um skuggana sem í mínu tilfelli eru kvíði og OCD. Ég er að segja þeim að drulla sér frá stýrinu af því ég ætla að taka valdið af þeim. Þannig það er alveg smá epic þó ég segi sjálf frá,“ segir þessi kraftmikla unga söngkona. „Þessir skuggar voru að skemma fyrir mér drauminn um að verða söngkona því ég var ekki að njóta ferlisins, en nú er ég búin að taka valdið af þeim.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan.
Eurovision Tónlist Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Eyþór Ingi og Diljá fóru á kostum Á föstudagskvöldið síðasta var á dagskrá nýr þáttur af Kvöldstund með Eyþóri Inga og var gestur þáttarins sjálf Diljá Pétursdóttir. 3. apríl 2023 10:31 Diljá númer sjö í Eurovision Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 22. mars 2023 19:14 Diljá komin á toppinn Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum. 18. mars 2023 17:00 Diljá spáð áfram í úrslitin Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni. 7. mars 2023 12:05 Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Eyþór Ingi og Diljá fóru á kostum Á föstudagskvöldið síðasta var á dagskrá nýr þáttur af Kvöldstund með Eyþóri Inga og var gestur þáttarins sjálf Diljá Pétursdóttir. 3. apríl 2023 10:31
Diljá númer sjö í Eurovision Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 22. mars 2023 19:14
Diljá komin á toppinn Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum. 18. mars 2023 17:00
Diljá spáð áfram í úrslitin Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni. 7. mars 2023 12:05
Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27