„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 10:15 Hér má sjá Kristófer Acox koma sér frá Jordan Semple í þriðja leik Vals og Þórs í undanúrslitum Subway-deildar karla. Semple fór úr axlarlið og hefur ekki getað beitt sér síðan. Vísir/Stöð 2 Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
„Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu