Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:46 Snorri Steinn Guðjónsson er líklegastur til að taka við íslenska karlalandsliðinu í handbolta samkvæmt Arnari Daða Arnarssyni og gestum hans í Handkastinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira