Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Árni Gísli Magnússon skrifar 1. maí 2023 19:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti