Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Selenskí fundaði fyrr í dag með Sauli Niinistö, forseta Finnlands og héldu þeir blaðamannafund að því loknu. Þar ræddu þeir meðal annars mikilvægi áframhaldandi samstarfs ríkjanna tveggja á sviði varnarmála.
Nú síðdegis fundar Selenskí svo með leiðtogum norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar eru auk Niinistöm forseta Finnlands, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.
Að fundinum loknum mun Selenskí eiga tvíhliða fund með leiðtogum Norðurlandanna. Þar á meðal mun Selenskí eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur.