Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 14:15 Brynjar segist taka eftir því að fjölmiðlar fari hamförum yfir því að þingmaðurinn „Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum.“ Honum finnst það ekkert tiltökumál og mörg dæmi finnist um að þingmenn séu að stússa í öðru samhliða þingmennsku. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. „Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira