Þá er enn verið að skoða eldsupptök en beðið er staðfestingar á því frá Mannvirkjastofnun hvort að rafmagn hafi verið tengt við húsið.
Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef ekkert rafmagn hafi verið tengt hafi líklega verið um opinn eld að ræða en það geti meðal annars átt við um íkveikju.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út á mánudagskvöld enda var strax ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill.