Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 09:19 Breskar sveitarstjórnir sjá um nærþjónustu eins og sorphirðu, almenningssamgöngur og rekstur skóla. Kosið er til um 230 sveitarstjórna í dag. Vísir/EPA Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Horfurnar þykja ekki góðar fyrir Íhaldsflokkinn fyrir kosningarnar í dag. Verkamannaflokkurinn hefur mælst með meira en tíu stiga forskot í skoðanakönnunum á landsvísu eftir hrakfarir íhaldsmanna undanfarin misseri. Sunak tók við sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins af Liz Truss sem skapaði glundroða með efnahagsstefnu sinni í fyrra. Truss hafði sjálf tekið við af Boris Johnson innan við tveimur mánuðum fyrr. Johnson sagði af sér í skugga hvers hneykslismálsins á fætur annars. Fleiri en átta þúsund sæti í 230 sveitarstjórni eru í boði í kosningunum í dag. Reuters-fréttastofan segir að stóru flokkarnir tveir reyni að stilla væntingum í hóf fyrir þær. Þannig sagði formaður Íhaldsflokksins að flokkurinn gæti tapað um þúsund sætum. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir sinn flokk eiga að vinna á vegna þess hversu illa hann stóð sig síðast. Búist er við því að þingkosningar verði haldnar á næsta ári. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú gætu gefið innsýn í hvort að Verkamannaflokkurinn eigi möguleika á að velta Íhaldsflokknum úr sessi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki setið í ríkisstjórn frá árinu 2010. Sú nýbreytni er í sveitarstjórnarkosningunum í dag að kjósendur þurfa að sýna skilríki með mynd til þess að kjósa. Könnun sem birt var í síðustu viku bendir til þess að fjórðungur kjósenda sé grunlaus um þá breytingu og því er hætta á að einhverjum verði vísað frá kjörstöðum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Horfurnar þykja ekki góðar fyrir Íhaldsflokkinn fyrir kosningarnar í dag. Verkamannaflokkurinn hefur mælst með meira en tíu stiga forskot í skoðanakönnunum á landsvísu eftir hrakfarir íhaldsmanna undanfarin misseri. Sunak tók við sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins af Liz Truss sem skapaði glundroða með efnahagsstefnu sinni í fyrra. Truss hafði sjálf tekið við af Boris Johnson innan við tveimur mánuðum fyrr. Johnson sagði af sér í skugga hvers hneykslismálsins á fætur annars. Fleiri en átta þúsund sæti í 230 sveitarstjórni eru í boði í kosningunum í dag. Reuters-fréttastofan segir að stóru flokkarnir tveir reyni að stilla væntingum í hóf fyrir þær. Þannig sagði formaður Íhaldsflokksins að flokkurinn gæti tapað um þúsund sætum. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir sinn flokk eiga að vinna á vegna þess hversu illa hann stóð sig síðast. Búist er við því að þingkosningar verði haldnar á næsta ári. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú gætu gefið innsýn í hvort að Verkamannaflokkurinn eigi möguleika á að velta Íhaldsflokknum úr sessi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki setið í ríkisstjórn frá árinu 2010. Sú nýbreytni er í sveitarstjórnarkosningunum í dag að kjósendur þurfa að sýna skilríki með mynd til þess að kjósa. Könnun sem birt var í síðustu viku bendir til þess að fjórðungur kjósenda sé grunlaus um þá breytingu og því er hætta á að einhverjum verði vísað frá kjörstöðum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira