Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kulnun.
Þar segir að kulnun hafi ekki verið skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Hins vegar sé kulnun skilgreind sem ástand tengt vinnuumhverfi og byggi á þremur skilmerkjum; mikilli þreytu eða örmögnun, áhugaleysi og/eða neikvæðni gagnvart vinnu og minnkuðum afköstum.
Þess má geta að samkvæmt VIRK voru um 11 prósent allra beiðna sem bárust starfsendurhæfingasjóðnum á tímabilinu nóvember 2020 til október 2021 tengd kulnun. Þar af uppfylltu 3,8 prósent beiðna viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir kulnun.