Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa skilning á áhyggjum ferðaþjónustu og viðbragðsaðila. Hann bíði eftir tillögum starfshóps um sjúkraflug. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. Eins og fréttastofa hefur fjallað um að undanförnu hafa skapast miklar áhyggjur hjá ferðaþjónustu og viðbragðsaðilum vegna aukins álags út af fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á þessu ári ef spár ganga eftir en lítil viðbragðsgeta er víða, eins og aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsti í viðtali um helgina. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á þessum áhyggjum og augljóst að eftir því sem ferðamönnum fjölgar eykst álagið á ýmis konar þjónustu. „Meðal annars viðbragðsþjónustuna og bráðaþjónustuna á landinu. Við erum með samráðshóp lykilaðila í sjúkraflugi og ég á von á tillögum bara mjög fljótlega um það efni. Það tengist auðvitað þjónustunni vítt og breitt um landið, sjúkrafluginu og þeim samningum sem við höfum um það. Sömuleiðis aðkomu Gæslunnar og tilraunverkefni um þyrlu hér á suðursvæðinu,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bíður átekta Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann muni þrýsta á Willum að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Vilhjálmur hafði frumkvæði að því verkefni á sínum tíma og segir verkefnið eekki eiga að stóla á Landhelgisgæsluna, sem hafi öðrum hnöppum að hneppa. „Fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ sagði Vilhjálmur. Willum segir að þó talað hafi verið um að dusta rykið af umræðunni hafi umræðan verið í gangi. „Og búið að vera á starfstíma þessa samráðshóps. Ég á von á tillögum mjög fljótlega um það mál og lykilatriðið er að styrkja viðbragðsþjónustu um allt land.“ Fagnar hvað ferðaþjónustan var fljót að ná sér Vilhjálmur viðraði jafnframt áhyggjur, eins og leiðsögumenn, að innviðir landsins þoli einfaldlega ekki þennan mikla fjölda ferðamanna eins og ástand innviða er í dag: Hvorki sjúkraflutningar og heilbrigðisþjónusta, vegakerfi né löggæsla. „Við getum auðvitað gert betur en við sjáum glögga innviðauppbyggingu alls staðar á landinu. Við sjáum að við þurfum að gera betur einhvers staðar og förum í það eins og við höfum ávallt gert. Nú erum við að móta ferðamálastefnu til 2030 og munum í næstu viku kynna um þá starfshópa sem munu taka þetta verkefni og þetta spennandi verkefni að sér,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Hún segist mega til að hrósa ferðaþjónustunni fyrir hve öflug hún hafi verið að koma til baka eftir Covid. „Og þeim efnahagslega ávinningi sem ferðaþjónustan er að skila inn í þjóðarbúið og út um allt land,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan leggi áherslu á að vöxtur verði sjálfbær Bæði hún og heilbirgðisráðherra hafi unið að því að byggja upp bráðaviðbragð og Willum hafi verið ötull í að benda á álagið sem hafi ríkt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Við höfum auðvitað fullan skilning á því og höfum verið að auka fjárveitingar inn í þennan málaflokk einmitt til að takast á við þessa áskorun,“ segir Lilja. „Annað sem við höfum verið að gera varðandi skattlagningu: Ég var að kynna núna í ríkisfjármálaáætlun að við erum að fara að skattleggja til að mynda skemmtiferaðskipin til að koma til móts við það að geta farið í frekari uppbyggingu. Öll ferðaþjónustan leggur áherslu á það að vöxtur hennar verði sjálfbær og það er leiðarljósið í því sem við erum að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45 Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um að undanförnu hafa skapast miklar áhyggjur hjá ferðaþjónustu og viðbragðsaðilum vegna aukins álags út af fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á þessu ári ef spár ganga eftir en lítil viðbragðsgeta er víða, eins og aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsti í viðtali um helgina. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á þessum áhyggjum og augljóst að eftir því sem ferðamönnum fjölgar eykst álagið á ýmis konar þjónustu. „Meðal annars viðbragðsþjónustuna og bráðaþjónustuna á landinu. Við erum með samráðshóp lykilaðila í sjúkraflugi og ég á von á tillögum bara mjög fljótlega um það efni. Það tengist auðvitað þjónustunni vítt og breitt um landið, sjúkrafluginu og þeim samningum sem við höfum um það. Sömuleiðis aðkomu Gæslunnar og tilraunverkefni um þyrlu hér á suðursvæðinu,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bíður átekta Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann muni þrýsta á Willum að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Vilhjálmur hafði frumkvæði að því verkefni á sínum tíma og segir verkefnið eekki eiga að stóla á Landhelgisgæsluna, sem hafi öðrum hnöppum að hneppa. „Fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ sagði Vilhjálmur. Willum segir að þó talað hafi verið um að dusta rykið af umræðunni hafi umræðan verið í gangi. „Og búið að vera á starfstíma þessa samráðshóps. Ég á von á tillögum mjög fljótlega um það mál og lykilatriðið er að styrkja viðbragðsþjónustu um allt land.“ Fagnar hvað ferðaþjónustan var fljót að ná sér Vilhjálmur viðraði jafnframt áhyggjur, eins og leiðsögumenn, að innviðir landsins þoli einfaldlega ekki þennan mikla fjölda ferðamanna eins og ástand innviða er í dag: Hvorki sjúkraflutningar og heilbrigðisþjónusta, vegakerfi né löggæsla. „Við getum auðvitað gert betur en við sjáum glögga innviðauppbyggingu alls staðar á landinu. Við sjáum að við þurfum að gera betur einhvers staðar og förum í það eins og við höfum ávallt gert. Nú erum við að móta ferðamálastefnu til 2030 og munum í næstu viku kynna um þá starfshópa sem munu taka þetta verkefni og þetta spennandi verkefni að sér,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Hún segist mega til að hrósa ferðaþjónustunni fyrir hve öflug hún hafi verið að koma til baka eftir Covid. „Og þeim efnahagslega ávinningi sem ferðaþjónustan er að skila inn í þjóðarbúið og út um allt land,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan leggi áherslu á að vöxtur verði sjálfbær Bæði hún og heilbirgðisráðherra hafi unið að því að byggja upp bráðaviðbragð og Willum hafi verið ötull í að benda á álagið sem hafi ríkt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Við höfum auðvitað fullan skilning á því og höfum verið að auka fjárveitingar inn í þennan málaflokk einmitt til að takast á við þessa áskorun,“ segir Lilja. „Annað sem við höfum verið að gera varðandi skattlagningu: Ég var að kynna núna í ríkisfjármálaáætlun að við erum að fara að skattleggja til að mynda skemmtiferaðskipin til að koma til móts við það að geta farið í frekari uppbyggingu. Öll ferðaþjónustan leggur áherslu á það að vöxtur hennar verði sjálfbær og það er leiðarljósið í því sem við erum að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45 Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30