Segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og góðæri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2023 19:25 Rúna er ein þeirra kennara sem hefur þurft að færa kennsluna yfir í skrifstofur KSÍ vegna plássleysis. Vísir/Sigurjón Kennari við Laugarnesskóla kveðst vera langþreytt á bið eftir alvöru úrbótum á húsnæði skólans. Hún segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og, að því er virðist, góðæri líka. Nú sé mál að linni. Í kvöldfréttum okkar í gær steig móðir í Laugarnesskóla fram og opnaði sig um erfið veikindi dóttur sinnar sem rakin eru til myglu í skólanum. Heilsan skánaði þó mikið þegar árgangi stúlkunnar var komið fyrir í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis. Kennarar segjast þreyttir á hægagangi og vilja alvöru úrbætur en ekki „plástra“. Síðasta haust varpaði skýrsla Eflu ljósi á ýmis raka- og myglutengd vandamál í skólanum en úrbætur ganga hægt. Á dögunum sendi starfsfólk skólans borgarstjóra opið bréf um málið, í hópi þeirra er Rúna Björg Garðarsdóttir. „Við efumst ekkert um vilja borgarinnar til þess að ráðast í þessar framkvæmdir sem þarf að ráðast í en nú er bara mál að linni. Nú þurfa hlutirnir að fara að gerast hraðar en þeir gerast nú. Það eru ýmis áform uppi og búið að taka ákvörðun um að það eigi að laga þetta en nú þolir málið bara ekki meiri bið.“ Síðustu ár hafi kennarar hrökklast úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í heimilisfræðistofu skólans frá því í haust en starfsfólk segir að iðnaðarmennirnir hafi ekki látið sjá sig í marga mánuði. Vísir/Sigurjón „Við teljum alveg einhverja sjö sem hafa hætt störfum við skólann út af einhverjum heilsufarsvandamálum. finna fyrir einhverjum einkennum og sú saga nær í rauninni langt aftur úr, lengra en þegar fólk almennt var farið að tala um og tengja þetta vandamál við myglu.“ Rúna segir skólafólk þreytt á afsökunum frá yfirvöldum. „Þeir bíða í kreppu, þeir bíða í heimsfaraldri og í góðæri þá virðast skólarnir líka bíða. það er svona okkar upplifun.“ Borgastjóri hafði ekki tök á viðtali vegna funda en í orðsendingu vísar hann til þess að hluti skólans sé friðaður og að mikilvægt sé að vanda til verka. Allar áætlanir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Skóla- og menntamál Mygla Grunnskólar Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir „Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. 8. maí 2023 19:40 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4. maí 2023 14:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær steig móðir í Laugarnesskóla fram og opnaði sig um erfið veikindi dóttur sinnar sem rakin eru til myglu í skólanum. Heilsan skánaði þó mikið þegar árgangi stúlkunnar var komið fyrir í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis. Kennarar segjast þreyttir á hægagangi og vilja alvöru úrbætur en ekki „plástra“. Síðasta haust varpaði skýrsla Eflu ljósi á ýmis raka- og myglutengd vandamál í skólanum en úrbætur ganga hægt. Á dögunum sendi starfsfólk skólans borgarstjóra opið bréf um málið, í hópi þeirra er Rúna Björg Garðarsdóttir. „Við efumst ekkert um vilja borgarinnar til þess að ráðast í þessar framkvæmdir sem þarf að ráðast í en nú er bara mál að linni. Nú þurfa hlutirnir að fara að gerast hraðar en þeir gerast nú. Það eru ýmis áform uppi og búið að taka ákvörðun um að það eigi að laga þetta en nú þolir málið bara ekki meiri bið.“ Síðustu ár hafi kennarar hrökklast úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í heimilisfræðistofu skólans frá því í haust en starfsfólk segir að iðnaðarmennirnir hafi ekki látið sjá sig í marga mánuði. Vísir/Sigurjón „Við teljum alveg einhverja sjö sem hafa hætt störfum við skólann út af einhverjum heilsufarsvandamálum. finna fyrir einhverjum einkennum og sú saga nær í rauninni langt aftur úr, lengra en þegar fólk almennt var farið að tala um og tengja þetta vandamál við myglu.“ Rúna segir skólafólk þreytt á afsökunum frá yfirvöldum. „Þeir bíða í kreppu, þeir bíða í heimsfaraldri og í góðæri þá virðast skólarnir líka bíða. það er svona okkar upplifun.“ Borgastjóri hafði ekki tök á viðtali vegna funda en í orðsendingu vísar hann til þess að hluti skólans sé friðaður og að mikilvægt sé að vanda til verka. Allar áætlanir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur.
Skóla- og menntamál Mygla Grunnskólar Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir „Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. 8. maí 2023 19:40 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4. maí 2023 14:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. 8. maí 2023 19:40
Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16
Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4. maí 2023 14:00