Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:54 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.h.) voru bandamenn í verkalýðshreyfingunni en þau hafa deilt opinbera undanfarin misseri. Vísir/samsett Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur. Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30