Skipanir Karls Gauta og Gríms án hæfisnefndar óvanalegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 07:01 Skipað hefur verið í tólf lögreglustjóraembætti á undanförnum fimm árum. Í tvö skipti hefur verið skipað án hæfisnefndar. Vilhelm Gunnarsson Aðeins í tvígang á fimm árum hefur verið skipað í stöðu lögreglustjóra án þess að hæfisnefnd hafi verið skipuð. Í annað skiptið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður sem lögreglustjóri Vestmannaeyja. Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta. Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta.
Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26
„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04
„Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20