Drógu rauða spjaldið til baka og segjast ekki hafa séð öll sjónarhorn Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 14:05 Frá þessu sjónarhorni, sem dómararnir skoðuðu í leiknum eins og sést á mynd, sést að Ólafur Ægir Ólafsson togaði í treyju Igors Kopishinsky í átökum þeirra úti við hliðarlínu. Stöð 2 Sport Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld. Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta).
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira