Yaccarino er fyrrverandi auglýsingastjóri hjá NBCUniversal. Þar var hún yfirmaður ríflega tvö þúsund starfsmanna og sá, ásamt fleirum, um að koma streymiveitu fyrirtækisins í loftið. Hún starfaði hjá NBCUniversal í tólf ár en fyrir það starfaði hún hjá Turner Entertainment í fimmtán ár.
Samkvæmt Musk mun Yaccarino aðallega leggja áherslu á viðskiptahluta fyrirtækisins. Hann muni sjálfur einbeita sér að vöruhönnun og tækni.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Musk væri búinn að breyta nafninu á fyrirtækinu í X Corp. og að um væri að ræða skref í átt að framtíðaráformum hans. Hann miði að því að gera Twitter að smáforriti fyrir „allt.“
„Spenntur að vinna með Lindu í að breyta þessum vettvangi í X, smáforritið fyrir allt,“ segir Musk einmitt í færslu sem hann birtir á Twitter-síðu sinni í dag.
I am excited to welcome Linda Yaccarino as the new CEO of Twitter!@LindaYacc will focus primarily on business operations, while I focus on product design & new technology.
— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2023
Looking forward to working with Linda to transform this platform into X, the everything app. https://t.co/TiSJtTWuky