Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. maí 2023 21:01 Instagram/Samsett „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ Þannig hefst frásögn hinnar kanadísku Söru Blair en eftir að hún sigraðist á krabbameini tóku hún og þáverandi unnusti hennar, Nicholas, þá ákvörðun að halda í ferðalag um heiminn og gifta sig- í hverju landi fyrir sig. Fjórða brúðkaupið fór fram í Hofskirkju á Íslandi í febrúar síðastliðnum. Frásögn Söru birtist á heimasíðu og Instagram síðu ferðaþjónustufyrirtækisins Inteprid Travel, en fyrirtækið var þeim hjónum innan handar í Íslandsferðinni. Ætlaði aldrei að ganga í hjónaband Sara er frá Ontario í Kanada. Árið 2009 fór hún til Ástralíu í eitt ár til að stunda nám í kennslufræðum og segir hún það hafa haft mikil áhrif á sig að búa erlendis. Í framhaldinu setti hún sér það markmið að starfa sem kennari í öllum heimsálfum. Sara kynntist bandarískum eiginmanni sínum, Nicholas, þegar hún var nýflutt til Marshalleyja til að kenna við grunnskóla. Nicholas hafði nýverið gengið í gegnum erfiðan skilnað og hafði flutt til Marshalleyja í sömu erindagjörðum og Sara, til að kenna. „Eftir því sem ég kynntist honum betur varð ég sífellt ástfangnari af honum, og hægt og rólega rugluðum við saman reitum. Ég sagði honum strax í byrjun að ég vildi aldrei gifta mig og eignast börn. Hann vissi ekki hvað hann vildi, annað en að vera með mér, og við héldum því áfram að vera saman," segir Sara. Á næstu árum voru Sara og Nicholas á sífelldu flakki, þau bjuggu um allan heim og sinntu kennslustörfum í hverju landi fyrir sig. Í hvert sinn sem þau komu á nýjan stað bar Nicholas fram óformlegt bónorð. „Hann sagði eitthvað í líkingu við: „Jafnvel þó svo að þú trúir ekki á hjónaband, þá veistu að ég myndi biðja þig um að giftast mér hér og nú“. Ég gerði lítið úr þessu- ég var handviss um að hjónaband væri ekki fyrir mig. En hann hélt áfram að segja þetta, hann lét mig vita að hann bæri virðingu fyrir mínu vali, en myndi engu að síður giftast mér samstundis ef ég skipti um skoðun.“ View this post on Instagram A post shared by Intrepid Travel (@intrepidtravel) Lífið fór úr skorðum við krabbameinsgreininguna Í ágúst 2020 flutti parið til Ekvador. Þetta var á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Sara segir að á þessum tímapunkti hafi viðhorf hennar til hjónabands breyst. Hún hafði lesið að þar sem að hjónaband sé ekki lengur samfélagsleg skylda, þá sé það einstakt þegar tvær manneskjur ákveða að giftast hvor annarri. Þessi setning breytti öllu og eftir að Sara hafi deilt hugsunum sínum með Nicholas voru þau ekki lengi að ákveða sig: þau ætluðu að ganga í hnappelduna. En nokkrum mánuðum seinna tók lífið óvænta stefnu. „Við hefðum aldrei getað búið okkur undir þær hrakfarir sem voru í vændum. Undir öllum kringumstæðum hefði ég átt að vera að skipuleggja brúðkaup, en nokkrum mánuðum eftir að Ekvador ævintýrið okkar hófst fór ég að finna fyrir heiftarlegum verkjum í bringunni. Ég reyndi að hrista það af mér en á endanum gafst ég upp. Sársaukinn varð óbærilegur og ég varð að leita mér hjálpar. Í kjölfarið varð mín versta martröð að veruleika. Ég greindist með krabbamein sem ég hafði aldrei heyrt um: mergæxli – tegund beinmergskrabbameins sem getur haft áhrif á ýmis svæði líkamans og valdið skemmdum á beinum og blóðfrumum.“ Sara lýsir því hvernig veikindin fengu hana til að líta til baka. Hún fékk nýja sýn á lífið og fylltist þakklæti. Hún vissi fyrir víst að hún hefði hingað til lifað því lífi sem hún vildi og upplifað endalaust af ást, ferðalögum og ævintýrum. „En á meðan margra mánaða lyfjameðferð stóð yfir varð löngunin í að ferðast sífellt sterkari. Ég sat og lét mig dreyma um alla staðina sem við höfðum ferðast á, og um staðina sem mig langaði til að heimsækja einhvern daginn.“ Þegar Sara hafði lokið fimm skiptum í lyfjameðferð var krabbameinið í rénun (e. remission) en hún þurfti engu að síður að ferðast reglulega heim til Kanada til að gangast undir stofnfrumumeðferð. „Á meðan á einni af þessum hræðilegu meðferðum stóð fékk ég þá hugmynd að við myndum gifta okkur á Suðurskautslandinu. Lífið okkar saman var búið að vera eitt samfellt ævintýri, þannig að af hverju ætti brúðkaupið okkar ekki að vera það líka? Við vissum að við vildum upplifa stórkostleg ævintýri saman þegar ég væri búin í lyfjameðferðinni, og Suðurskautslandið var eina heimsálfan sem við áttum eftir að heimsækja saman. Í staðinn fyrir að sökkva mér ofan í volæðið sem veikindin þá setti ég fókusinn á Suðurskautslandið og ferðalögin okkar í framtíðinni.“ Hafði lengt dreymt um að heimsækja Ísland Þetta var þó einungis byrjunin, eins og fram kemur í frásögn Söru. „Fljótlega vatt upp á sig sú hugmynd að við myndum halda giftingarathöfn á hverjum einasta stað sem við myndum heimsækja. Við gegnum frá nauðsynlegum lagapappírum í Bandaríkjunum, héldum svo til Galapagos eyja, þaðan fórum við til Bora Bora, síðan til Suðurskautslandsins. Við fögnuðum ást okkar aftur og aftur, með því að halda litla athöfn út um allan heim. Stundum fórum við með heiti til hvors annars, stundum ekki,“ segir Sara og bætir við að þau hafi tekið brúðkaupsfötin með hvert sem þau fóru. Athöfnin á hverjum stað fór þannig fram að þau játuðu ást sín á hvort öðru og annað hvort voru þau tvö ein, eða fengu ókunnugt fólk til að vera viðstatt. Fjórða giftingarathöfnin átti sér síðan stað á Íslandi en Sara segir þau hafa dreymt um að heimsækja landið í mörg ár. Þau skoðuðu fossa, horfðu á sólsetur yfir snæviþöktum fjöllum, sáu norðurljósin og skoðuðu Reykjavík. Íslenski leiðsögumaðurinn þeirra, Þórður, var þeim innan handar í ferðinni og hjálpaði þeim að finna fullkominn stað fyrir athöfnina. Íslandsbrúðkaup þeirra hjóna fór fram í Hofkirkju í Öræfum. Leiðsögumaðurinn Þórður valdi ljóð fyrir þau, Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson, og fór hann með það við athöfnina. Ásamt Þórði var lítill hópur annarra ferðamanna viðstaddur, og fyrir tilviljun birtist hópur af spænskum ferðamönnum sem einnig fengu að vera með. „Þetta hefði ekki getað verið meira „við“. Þetta var fullkomin endir á því sem við köllum „endurheimtingarárið okkar“. Árið sem færði okkur aftur ævintýralegt líf og ævintýralega ást, eftir þær hrakfarir sem krabbameinið færði okkur," segir Sara. Nick og Sara eru nú búsett í Slóveníu, og sinna þar kennslu. „Kannski eigum við eftir að setja okkur það markmið að gifta okkur í hverri heimsálfu, en við sjáum við með það,“ segir Sara og endar færsluna á eftirlætis erindi sínu úr Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar: Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Brúðkaup Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þannig hefst frásögn hinnar kanadísku Söru Blair en eftir að hún sigraðist á krabbameini tóku hún og þáverandi unnusti hennar, Nicholas, þá ákvörðun að halda í ferðalag um heiminn og gifta sig- í hverju landi fyrir sig. Fjórða brúðkaupið fór fram í Hofskirkju á Íslandi í febrúar síðastliðnum. Frásögn Söru birtist á heimasíðu og Instagram síðu ferðaþjónustufyrirtækisins Inteprid Travel, en fyrirtækið var þeim hjónum innan handar í Íslandsferðinni. Ætlaði aldrei að ganga í hjónaband Sara er frá Ontario í Kanada. Árið 2009 fór hún til Ástralíu í eitt ár til að stunda nám í kennslufræðum og segir hún það hafa haft mikil áhrif á sig að búa erlendis. Í framhaldinu setti hún sér það markmið að starfa sem kennari í öllum heimsálfum. Sara kynntist bandarískum eiginmanni sínum, Nicholas, þegar hún var nýflutt til Marshalleyja til að kenna við grunnskóla. Nicholas hafði nýverið gengið í gegnum erfiðan skilnað og hafði flutt til Marshalleyja í sömu erindagjörðum og Sara, til að kenna. „Eftir því sem ég kynntist honum betur varð ég sífellt ástfangnari af honum, og hægt og rólega rugluðum við saman reitum. Ég sagði honum strax í byrjun að ég vildi aldrei gifta mig og eignast börn. Hann vissi ekki hvað hann vildi, annað en að vera með mér, og við héldum því áfram að vera saman," segir Sara. Á næstu árum voru Sara og Nicholas á sífelldu flakki, þau bjuggu um allan heim og sinntu kennslustörfum í hverju landi fyrir sig. Í hvert sinn sem þau komu á nýjan stað bar Nicholas fram óformlegt bónorð. „Hann sagði eitthvað í líkingu við: „Jafnvel þó svo að þú trúir ekki á hjónaband, þá veistu að ég myndi biðja þig um að giftast mér hér og nú“. Ég gerði lítið úr þessu- ég var handviss um að hjónaband væri ekki fyrir mig. En hann hélt áfram að segja þetta, hann lét mig vita að hann bæri virðingu fyrir mínu vali, en myndi engu að síður giftast mér samstundis ef ég skipti um skoðun.“ View this post on Instagram A post shared by Intrepid Travel (@intrepidtravel) Lífið fór úr skorðum við krabbameinsgreininguna Í ágúst 2020 flutti parið til Ekvador. Þetta var á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Sara segir að á þessum tímapunkti hafi viðhorf hennar til hjónabands breyst. Hún hafði lesið að þar sem að hjónaband sé ekki lengur samfélagsleg skylda, þá sé það einstakt þegar tvær manneskjur ákveða að giftast hvor annarri. Þessi setning breytti öllu og eftir að Sara hafi deilt hugsunum sínum með Nicholas voru þau ekki lengi að ákveða sig: þau ætluðu að ganga í hnappelduna. En nokkrum mánuðum seinna tók lífið óvænta stefnu. „Við hefðum aldrei getað búið okkur undir þær hrakfarir sem voru í vændum. Undir öllum kringumstæðum hefði ég átt að vera að skipuleggja brúðkaup, en nokkrum mánuðum eftir að Ekvador ævintýrið okkar hófst fór ég að finna fyrir heiftarlegum verkjum í bringunni. Ég reyndi að hrista það af mér en á endanum gafst ég upp. Sársaukinn varð óbærilegur og ég varð að leita mér hjálpar. Í kjölfarið varð mín versta martröð að veruleika. Ég greindist með krabbamein sem ég hafði aldrei heyrt um: mergæxli – tegund beinmergskrabbameins sem getur haft áhrif á ýmis svæði líkamans og valdið skemmdum á beinum og blóðfrumum.“ Sara lýsir því hvernig veikindin fengu hana til að líta til baka. Hún fékk nýja sýn á lífið og fylltist þakklæti. Hún vissi fyrir víst að hún hefði hingað til lifað því lífi sem hún vildi og upplifað endalaust af ást, ferðalögum og ævintýrum. „En á meðan margra mánaða lyfjameðferð stóð yfir varð löngunin í að ferðast sífellt sterkari. Ég sat og lét mig dreyma um alla staðina sem við höfðum ferðast á, og um staðina sem mig langaði til að heimsækja einhvern daginn.“ Þegar Sara hafði lokið fimm skiptum í lyfjameðferð var krabbameinið í rénun (e. remission) en hún þurfti engu að síður að ferðast reglulega heim til Kanada til að gangast undir stofnfrumumeðferð. „Á meðan á einni af þessum hræðilegu meðferðum stóð fékk ég þá hugmynd að við myndum gifta okkur á Suðurskautslandinu. Lífið okkar saman var búið að vera eitt samfellt ævintýri, þannig að af hverju ætti brúðkaupið okkar ekki að vera það líka? Við vissum að við vildum upplifa stórkostleg ævintýri saman þegar ég væri búin í lyfjameðferðinni, og Suðurskautslandið var eina heimsálfan sem við áttum eftir að heimsækja saman. Í staðinn fyrir að sökkva mér ofan í volæðið sem veikindin þá setti ég fókusinn á Suðurskautslandið og ferðalögin okkar í framtíðinni.“ Hafði lengt dreymt um að heimsækja Ísland Þetta var þó einungis byrjunin, eins og fram kemur í frásögn Söru. „Fljótlega vatt upp á sig sú hugmynd að við myndum halda giftingarathöfn á hverjum einasta stað sem við myndum heimsækja. Við gegnum frá nauðsynlegum lagapappírum í Bandaríkjunum, héldum svo til Galapagos eyja, þaðan fórum við til Bora Bora, síðan til Suðurskautslandsins. Við fögnuðum ást okkar aftur og aftur, með því að halda litla athöfn út um allan heim. Stundum fórum við með heiti til hvors annars, stundum ekki,“ segir Sara og bætir við að þau hafi tekið brúðkaupsfötin með hvert sem þau fóru. Athöfnin á hverjum stað fór þannig fram að þau játuðu ást sín á hvort öðru og annað hvort voru þau tvö ein, eða fengu ókunnugt fólk til að vera viðstatt. Fjórða giftingarathöfnin átti sér síðan stað á Íslandi en Sara segir þau hafa dreymt um að heimsækja landið í mörg ár. Þau skoðuðu fossa, horfðu á sólsetur yfir snæviþöktum fjöllum, sáu norðurljósin og skoðuðu Reykjavík. Íslenski leiðsögumaðurinn þeirra, Þórður, var þeim innan handar í ferðinni og hjálpaði þeim að finna fullkominn stað fyrir athöfnina. Íslandsbrúðkaup þeirra hjóna fór fram í Hofkirkju í Öræfum. Leiðsögumaðurinn Þórður valdi ljóð fyrir þau, Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson, og fór hann með það við athöfnina. Ásamt Þórði var lítill hópur annarra ferðamanna viðstaddur, og fyrir tilviljun birtist hópur af spænskum ferðamönnum sem einnig fengu að vera með. „Þetta hefði ekki getað verið meira „við“. Þetta var fullkomin endir á því sem við köllum „endurheimtingarárið okkar“. Árið sem færði okkur aftur ævintýralegt líf og ævintýralega ást, eftir þær hrakfarir sem krabbameinið færði okkur," segir Sara. Nick og Sara eru nú búsett í Slóveníu, og sinna þar kennslu. „Kannski eigum við eftir að setja okkur það markmið að gifta okkur í hverri heimsálfu, en við sjáum við með það,“ segir Sara og endar færsluna á eftirlætis erindi sínu úr Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar: Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa.
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Brúðkaup Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira