Von der Leyen kemur hingað til lands í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík á morgun, þriðjudag, og miðvikudag.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að haldinn verði blaðamannafundur í loknum fundi þeirra Katrínar og von der Leyen og hefst hann klukkan 14:45.
Leiðtogafundurinn í Reykjavík er sá fjórði í sögu Evrópuráðsins. Fyrir fundinum liggur að samþykkja formlega gerð sérstakrar skrár vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraínu og árétta mikilvægi þeirra gilda sem Evrópuráðið stendur vörð um.
Ákveðið var í nóvember að boða til fundarins og var ákveðið að halda hann í Reykjavík þar sem Ísland færi með formennsku í ráðinu. Tilefni fundarins er sagt vera sú alvarlega staða sem ríki í Evrópu vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að tryggja að ráðið geti áfram unnið að sínum grunngildum innan álfunnar – lýðræði, mannréttindum og réttarríki.