Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 07:00 Prófmálið varðaði dómara við Héraðsdóm Reykjaness en mun hafa áhrif á kjör allra dómara landsins, verði honum ekki snúið á æðra dómstigi. Vísir/Vilhelm Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira