24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2023 07:01 Háskólinn setti sér verklagsreglur um viðbrögð við einelti og öðru ofbeldi árið 2017. Vísir/Vilhelm Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans. Kvartanirnar skiptust þannig niður á svið: átta tengdust félagsvísindasviði, fimm verkfræði- og náttúruvísindasviði, fjórar heilbrigðisvísindasviði, þrjár menntavísindasviði og tvær hugvísindasviði. Þrjár tengdust miðlægri stjórnsýslu og í einu tilviki varðaði kvörtun starfsmenn á fleiri en einu fræðasviði. Þetta kemur fram í svörum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um aðgerðir HÍ gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. „Í öllum tilvikum var brugðist við ábendingum og kvörtunum, og þær teknar til athugunar. Uppfylli kvörtun eða ábending skilyrði málsmeðferðar (m.a. að aðili sem kvartað er undan tilheyri hópi starfsfólks eða nemenda, og að efni kvörtunar heyri undir verksvið fagráðs eða viðbragðsteymis) er mál tekið til formlegrar meðferðar, nema sérstakar ástæður liggi fyrir (t.d. að málshefjandi óski eftir að mál sé ekki tekið til formlegrar meðferðar). Alls uppfylltu 18 mál þessi skilyrði,“ segir í svörum ráðherra, sem byggja á upplýsingum frá HÍ. „Í fjórum tilvikum var það niðurstaða fagráðs eða viðbragðsteymis að um væri að ræða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanns Háskóla Íslands, eins og þau hugtök eru skilgreind samkvæmt lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Í þeim tilvikum leggur fagráð eða viðbragðsteymi fram tillögur til aðgerða og úrbóta í samræmi við gildandi verklagsreglur. Slíkar tillögur miða að því að stöðva umrædda hegðun og gera ráðstafanir til að sú hegðun endurtaki sig ekki.“ Ekki kemur fram til hvaða úrræða var gripið í umræddum fjórum tilvikum. Svör ráðherra. Kynferðisofbeldi Háskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Kvartanirnar skiptust þannig niður á svið: átta tengdust félagsvísindasviði, fimm verkfræði- og náttúruvísindasviði, fjórar heilbrigðisvísindasviði, þrjár menntavísindasviði og tvær hugvísindasviði. Þrjár tengdust miðlægri stjórnsýslu og í einu tilviki varðaði kvörtun starfsmenn á fleiri en einu fræðasviði. Þetta kemur fram í svörum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um aðgerðir HÍ gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. „Í öllum tilvikum var brugðist við ábendingum og kvörtunum, og þær teknar til athugunar. Uppfylli kvörtun eða ábending skilyrði málsmeðferðar (m.a. að aðili sem kvartað er undan tilheyri hópi starfsfólks eða nemenda, og að efni kvörtunar heyri undir verksvið fagráðs eða viðbragðsteymis) er mál tekið til formlegrar meðferðar, nema sérstakar ástæður liggi fyrir (t.d. að málshefjandi óski eftir að mál sé ekki tekið til formlegrar meðferðar). Alls uppfylltu 18 mál þessi skilyrði,“ segir í svörum ráðherra, sem byggja á upplýsingum frá HÍ. „Í fjórum tilvikum var það niðurstaða fagráðs eða viðbragðsteymis að um væri að ræða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanns Háskóla Íslands, eins og þau hugtök eru skilgreind samkvæmt lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Í þeim tilvikum leggur fagráð eða viðbragðsteymi fram tillögur til aðgerða og úrbóta í samræmi við gildandi verklagsreglur. Slíkar tillögur miða að því að stöðva umrædda hegðun og gera ráðstafanir til að sú hegðun endurtaki sig ekki.“ Ekki kemur fram til hvaða úrræða var gripið í umræddum fjórum tilvikum. Svör ráðherra.
Kynferðisofbeldi Háskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira