„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2023 11:01 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í úrslitakeppni danska handboltans. Getty/Henk Seppen Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér. Danski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér.
Danski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira