Gunnar þakklátur fyrir tapleik í fyrra: „Vöknuðum allir upp við vondan draum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 15:00 Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og hefur náð að spila gegn Haukum þrátt fyrir ökklameiðsli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir mikið vonbrigðatímabil í fyrra, þar sem Afturelding komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta, hefur nánast alveg sama lið landað bikarmeistaratitli í ár og getur með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn. Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira