Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Íris Hauksdóttir skrifar 19. maí 2023 07:00 Leikkonurnar Aldís Amah Hamilton og Jóhanna Vigdís Arnardóttir munu fara með aðalhlutverkin tvö. Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Hún hlaut fimm Grammy-verðlaun og gerði hina 21 árs gömlu Alanis að alþjóðlegri stórstjörnu á einni nóttu. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. Söngleikur byggður á tónlist Alanis var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 og sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Hann hlaut fimmtán tilnefningar til Tony-verðlaunanna og hreppti meðal annars verðlaunin fyrir besta handritið, en höfundur þess, Diablo Cody, er sennilega þekktust sem handritshöfundur kvikmynda á borð við Juno (2007), Young Adult (2011) og Tully (2018). Stjörnum prýddur leikhópur Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie er skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar sextíu tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð. Stórleikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir snýr aftur í Borgarleikhúsið í hlutverki Mary Jane en eiginmanninn Steve leikur Valur Freyr Einarsson. Leikhópinn fylla meðal annars þau Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Sigurður Ingvarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Elín Sif Hall. Jóhann Vigdís Arnardóttir verður í hlutverki Mary Jane. Aldís Amah Hamilton mun leika dótturina Frankie. Íris Tanja Flygenring sem Jo. Sigurður Ingvarsson leikur Nick. Elín Sif Hall sem Bella. Jagged Little Pill Handrit: Diablo Cody Tónlist: Alanis Morissette Leikstjóri: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Þýðendur: Matthías Tryggvi Haraldsson og Ingólfur Eiríksson Danshöfundur: Saga Sigurðardóttir Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Karen Briem Jóhann Vigdís Arnardóttir (Mary Jane), Valur Freyr Einarsson (Steve), Aldís Amah Hamilton (Frankie), Sigurður Ingvarsson (Nick), Íris Tanja Flygenring (Jo), Haraldur Ari Stefánsson (Phoenix), Elín Sif Hall (Bella), Sölvi Dýrfjörð (Andrew), Rakel Ýr Stefánsdóttir (Lily), Hákon Jóhannesson (Charlie), Esther Talía Casey, Birna Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Védís Kjartansdóttir og Marinó Máni Mabazza. Frumsýning 16. febrúar 2024 á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikhús Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Hún hlaut fimm Grammy-verðlaun og gerði hina 21 árs gömlu Alanis að alþjóðlegri stórstjörnu á einni nóttu. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. Söngleikur byggður á tónlist Alanis var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 og sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Hann hlaut fimmtán tilnefningar til Tony-verðlaunanna og hreppti meðal annars verðlaunin fyrir besta handritið, en höfundur þess, Diablo Cody, er sennilega þekktust sem handritshöfundur kvikmynda á borð við Juno (2007), Young Adult (2011) og Tully (2018). Stjörnum prýddur leikhópur Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie er skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar sextíu tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð. Stórleikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir snýr aftur í Borgarleikhúsið í hlutverki Mary Jane en eiginmanninn Steve leikur Valur Freyr Einarsson. Leikhópinn fylla meðal annars þau Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Sigurður Ingvarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Elín Sif Hall. Jóhann Vigdís Arnardóttir verður í hlutverki Mary Jane. Aldís Amah Hamilton mun leika dótturina Frankie. Íris Tanja Flygenring sem Jo. Sigurður Ingvarsson leikur Nick. Elín Sif Hall sem Bella. Jagged Little Pill Handrit: Diablo Cody Tónlist: Alanis Morissette Leikstjóri: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Þýðendur: Matthías Tryggvi Haraldsson og Ingólfur Eiríksson Danshöfundur: Saga Sigurðardóttir Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Karen Briem Jóhann Vigdís Arnardóttir (Mary Jane), Valur Freyr Einarsson (Steve), Aldís Amah Hamilton (Frankie), Sigurður Ingvarsson (Nick), Íris Tanja Flygenring (Jo), Haraldur Ari Stefánsson (Phoenix), Elín Sif Hall (Bella), Sölvi Dýrfjörð (Andrew), Rakel Ýr Stefánsdóttir (Lily), Hákon Jóhannesson (Charlie), Esther Talía Casey, Birna Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Védís Kjartansdóttir og Marinó Máni Mabazza. Frumsýning 16. febrúar 2024 á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Leikhús Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira