Íslensku stelpurnar með mestu reynsluna í baráttunni um sæti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 08:31 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis. Vísir/eyþór Undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit standa nú yfir og þar er barist um laus sæti á heimsleikunum í haust. Þangað vilja margir komast en fáir ná alla leið enda samkeppnin mjög mikil. Undanúrslitamótið fyrir austurhluta Norður-Ameríku fór fram um síðustu helgi og um næstu helgi er komið að vesturhlutanum. Þar keppir Katrín Tanja Davíðsdóttir en allir hinir Íslendingarnir sem keppa í meistaraflokki og komust alla leið í undanúrslitin keppa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Berlín. Athygli vekur hvað Ísland er áberandi þegar tekið er saman hvaða keppendur á undanúrslitamótunum hafa mesta reynslu af heimsleikunum á ferlinum fyrir árið í ár. Hjá konunum skipa nefnilega íslenskar CrossFit konur fjögur af fimm efstu sætunum yfir þær reynslumestu í undanúrslitunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ekki nóg með það heldur eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þær einu sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit af þeim sem standa eftir. Tia-Clair Toomey, heimsmeistari undanfarinna sex ára, er ekki með í ár þar sem hún var að eignast sitt fyrsta barn. Katrín Tanja er sú sem vann síðast á undan Toomey en það var árið 2016. Anníe Mist Þórisdóttir er í efsta sætinu yfir reynsluboltana en hún á möguleika á því að komast á sína tólftu heimsleika í einstaklingskeppni. Katrín Tanja er í öðru sæti en hún getur tryggt sig inn á sína tíundu heimsleika. Báðar hafa þær komist margoft á verðlaunapallinn, Anníe Mist sex sinnum og Katrín fjórum sinnum. Bandaríska konan Brooke Wells stingur sér upp á milli íslensku kvennanna á toppnum en hún hefur keppt átta sinnum á heimsleikum. Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með undanfarin ár og alls sjö sinnum á ferlinum. Sara Sigmundsdóttir er síðan í fimmta sætinu en hún hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum. Sara hefur ekki verið með undanfarin ár, en hún missti af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn á heimsleikana í fyrra. CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Undanúrslitamótið fyrir austurhluta Norður-Ameríku fór fram um síðustu helgi og um næstu helgi er komið að vesturhlutanum. Þar keppir Katrín Tanja Davíðsdóttir en allir hinir Íslendingarnir sem keppa í meistaraflokki og komust alla leið í undanúrslitin keppa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Berlín. Athygli vekur hvað Ísland er áberandi þegar tekið er saman hvaða keppendur á undanúrslitamótunum hafa mesta reynslu af heimsleikunum á ferlinum fyrir árið í ár. Hjá konunum skipa nefnilega íslenskar CrossFit konur fjögur af fimm efstu sætunum yfir þær reynslumestu í undanúrslitunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ekki nóg með það heldur eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þær einu sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit af þeim sem standa eftir. Tia-Clair Toomey, heimsmeistari undanfarinna sex ára, er ekki með í ár þar sem hún var að eignast sitt fyrsta barn. Katrín Tanja er sú sem vann síðast á undan Toomey en það var árið 2016. Anníe Mist Þórisdóttir er í efsta sætinu yfir reynsluboltana en hún á möguleika á því að komast á sína tólftu heimsleika í einstaklingskeppni. Katrín Tanja er í öðru sæti en hún getur tryggt sig inn á sína tíundu heimsleika. Báðar hafa þær komist margoft á verðlaunapallinn, Anníe Mist sex sinnum og Katrín fjórum sinnum. Bandaríska konan Brooke Wells stingur sér upp á milli íslensku kvennanna á toppnum en hún hefur keppt átta sinnum á heimsleikum. Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með undanfarin ár og alls sjö sinnum á ferlinum. Sara Sigmundsdóttir er síðan í fimmta sætinu en hún hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum. Sara hefur ekki verið með undanfarin ár, en hún missti af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn á heimsleikana í fyrra.
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira