DV greindi frá þessu fyrst.
Tólf skákmenn kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Skákþingi Íslands í dag. Eftir ellefu umferðir á ellefu dögum voru þrír skákmenn efstir með 8,5 vinninga af ellefu mögulegum. Auk Vignis Vatnars voru það stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson.
Í kjölfarið fór fram bráðabani milli þremenninganna með styttri tímamörkum þar sem Vignir vann að lokum sigur.
Íslandsmeistaratitilinn er nýjasta rósin í hnappagat hins efnilega Vignis Vatnars sem er aðeins tvítugur. En það eru rétt rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að hann tryggði sér stórmeistaratitil og varð sextándi stórmeistari landsins.